Hafið er nokkuð langt ferli stofnana Framsóknarflokksins til þess að efna mögulega til flokksþings innan skamms.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Þingið myndi fjalla um útreið flokksins í nýliðnum kosningum, greina hvað fór úrskeiðis og ákveða hvernig bregðast skuli við.
Flokksþing er æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins, mótar m.a. stefnu hans og kýs forystu hans.
Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að verða við tilmælum kjördæmasambands flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Hefur því landsstjórn flokksins verið kölluð saman, en hún mun eiga fund hinn 30. janúar til þess að boða fund hjá miðstjórn Framsóknarflokksins. Miðstjórnin mun svo fjalla um beiðni kjördæmissambandsins um að boða til flokksþing flokksins fyrr en áskilið er.
Innan flokksins hafa heyrst raddir um að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður þurfi að axla ábyrgð á kosningaósigrinum, en hann er á öðru máli.