Afar varasamar aðstæður eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu. Hláka í kjölfar kuldatíðar gerir það að verkum að afar sleipt er á götum úti. Margir hafa þurft að leita til bráðamóttöku Landspítala eftir að hafa skrikað fótur.
Veður hefur farið hlýnandi, sér í lagi á vestari hluta landsins.
Frá Landspítalanum fengust þær upplýsingar að mjög mikið álag hafi verið á spítalanum í dag. Mikið hafi verið um hálkuslys og alvarleg brot.