Úrkomusvæði nálgast óðum

Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 7 í fyrramálið.
Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 7 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

„Smá­lægð milli Íslands og Græn­lands bein­ir frem­ur hægri suðlægri átt með smá skúr­um eða slydduélj­um að land­inu. Helst þó úr­komu­laust og bjart yfir norðaust­ur­hluta lands­ins,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stofu Íslands.

Þar seg­ir að langt suður í hafi sé vax­andi lægð sem hreyf­ist norður á bóg­inn. Úrkomu­svæði henn­ar nálg­ist óðum.

Því muni ganga í all­hvassa eða hvassa suðaustanátt. Henni fylgi rign­ing og hækk­andi hiti sunn­an- og vest­an­lands í nótt.

Gul­ar veðurviðvar­an­ir taka í gildi klukk­an 2 í nótt.

Læg­ir, rof­ar til og kóln­ar

Á há­degi á morg­un snýst í hæg­ari suðvest­læga átt og stytt­ir upp. Fer þá að hvessa og rigna norðaust­an til. Annað kvöld læg­ir, „rof­ar til og kóln­ar“.

„Bú­ast má við mikl­um leys­ing­um, auknu af­rennsli og vatna­vöxt­um í ám og lækj­um og því mik­il­vægt er að hreinsa frá niður­föll­um til að forðast vatns­tjón,“ var­ar Veður­stof­an við.

Lægðin verður kom­in langt norður í Dumbs­haf á mánu­dags­morg­un en nýtt úr­komu­svæði fer yfir landið og hlýn­ar þá aft­ur.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert