Einn stærsti skjálftinn frá upphafi mælinga

Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir …
Bera fór skyndilega á skjálftunum í Ljósufjallakerfinu árið 2021. Þeir hafa að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti, rúmlega 3 að stærð, reið yfir í Ljósufjallakerfinu kl. 17.19 nú síðdegis.

Skjálftinn, sem átti upptök sín skammt austur af Grjótárvatni í fjöllunum ofan við Mýrar í Borgarfirði, er einn sá stærsti frá upphafi mælinga á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu verður erfitt að meta stærð skjálftans að sinni.

Sá stærsti til þessa reið yfir í desember

Bera fór á aukinni skjálftavirkni á svæðinu árið 2021 og hefur hún aðeins aukist síðan, og til muna á undanförnum mánuðum.

Stærsti skjálftinn fram til þessa var 3,2 að stærð og reið yfir að kvöldi 18. desember.

Sá var talinn sá stærsti frá upphafi mælinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert