Par stöðvað eftir að hafa stolið úlpu á veitingastað

Starfsfólk veitingastaðarins hafði parið í haldi.
Starfsfólk veitingastaðarins hafði parið í haldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna pars sem stal úlpu á veitingastað. Hafði starfsfólk veitingastaðarins parið í haldi, að því er segir í dagbók lögreglu.

Afgreiddi lögregla málið á vettvangi.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem gat ekki greitt fyrir veitingar sínar á veitingastað.

„Við komu lögreglu var maðurinn óviðræðuhæfur sökum ölvunar og hann vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur,“ segir í dagbókinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert