850 borgarstarfsmenn veikir á dag

Töluverð veikindi virðast hrjá starfsfólk Reykjavíkurborgar.
Töluverð veikindi virðast hrjá starfsfólk Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Tölu­verð veik­indi virðast hrjá starfs­fólk Reykja­vík­ur­borg­ar og nam veik­inda­hlut­fall borg­ar­starfs­manna 7,7% árið 2023.

Sam­kvæmt op­in­ber­um upp­lýs­ing­um frá borg­inni starfa þar um 11 þúsund manns og jafn­gild­ir fyrr­greint hlut­fall því að um 850 starfs­menn hafi átt við krank­leika að stríða dag hvern allt það ár.

Held­ur dró úr sjúk­leika borg­ar­starfs­manna árið 2023 miðað við árið á und­an, en þá var veik­inda­hlut­fallið 8,6%.

Þetta er um­tals­vert hærra hlut­fall veik­inda en hjá rík­inu eða Kópa­vogs­bæ, að því er fram kem­ur í skýrslu mannauðs- og starfs­um­hverf­is­sviðs borg­ar­inn­ar.

Heilsu­far er mis­mun­andi eft­ir sviðum. Hæst var veik­inda­hlut­fallið á fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði eða 8,7% en lægst á mannauðs- og starfs­um­hverf­is­sviði, þar sem það var 2,5%. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert