Bendir til kvikuhreyfinga

Ljósufjöll á Snæfellsnesi í drifhvítum vetrarbúningi sem þau þó þurfa …
Ljósufjöll á Snæfellsnesi í drifhvítum vetrarbúningi sem þau þó þurfa ekki til að vera ljós yfirlitum þar sem þau eru gerð úr kísilríku líparíti sem veitir þeim bjartleitt yfirbragð innan um íslenska basaltið dökka. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti í Ljósufjallakerfinu klukkan 17.19 í gær mældist 2,9 að stærð og fannst í byggð. Hann er með þeim stærstu sem mælst hafa á svæðinu frá upphafi mælinga og frá því skjálfa tók þar skyndilega árið 2021.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar ræddi jarðhræringarnar á fundi sínum á fimmtudaginn og stendur upplýsingafundur hjá almannavarnanefnd svæðisins fyrir dyrum eins og Kristinn Jónasson bæjarstjóri greinir frá.

„Ég upplýsti bæjarstjórn um að til stæði að halda fund með almannavarnanefndinni hérna á Vesturlandi og ég heyrði frá lögreglunni og formanni almannavarna, sem er Bjarki í Búðardal, og okkur var sagt að það væru svo sem engar stórar fréttir frá Veðurstofunni, en við munum fljótlega fara yfir þetta til að dýpka okkar skilning á því hvað er í gangi,“ segir bæjarstjóri, sem í framhaldinu kveðst munu upplýsa bæjarstjórn og íbúa um stöðu mála.

 Komið á óvart hvað fólk er stressað yfir þessu

„Það hefur komið mér raunverulega á óvart hvað fólk er stressað yfir þessu. Þeir [almannavarnanefndin] sögðu það við okkur að reynslan væri sú í þessu eldstöðvakerfi að þetta væru smágos, ég held að það séu þúsund ár síðan gaus þarna síðast,“ segir Kristinn en slær þann varnagla að gosspár allar séu einvörðungu vísindi – ekki staðreyndir.

Haraldur Sigurðsson, prófessor emeritus í eldfjallafræði, ræðir við Morgunblaðið um eðli og sögu eldstöðvakerfisins. „Það sem núna er að gerast, miðað við fréttir frá Veðurstofunni og öðrum, bendir til kvikuhreyfinga á miklu dýpi, alveg í botni skorpunnar.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert