Fuglaflensa: Fólk haldi köttum innandyra

Fólk er hvatt til að halda heimilisköttum innandyra.
Fólk er hvatt til að halda heimilisköttum innandyra. Samsett mynd/Colourbox/Gunn­ar Þór Hall­gríms­son

Íbúar á höfuðborg­ar­svæðinu sem verða var­ir við dauða eða veika fugla eru beðnir um að meðhöndla þá ekki held­ur hafa taf­ar­laust sam­band við Dýraþjón­ust­una. Reykja­vík­ur­borg hef­ur sent til­mæli til borg­ar­búa vegna fuglaflensu­far­ald­urs í Reykja­vík, sem herj­ar einkum á gæs­ir, og katta­eig­end­ur eru hvatt­ir til þess að halda heim­il­iskött­um inn­an­dyra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Ef fólk verður vart við dauða eða veika fugla er það beðið um að hafa sam­band sím­leiðis eða með tölvu­pósti í Dýraþjón­ustu Reykja­vík­ur. Sím­inn er 822-7820.

19 dauðar gæs­ir

„Fólk er beðið um að gefa góða lýs­ingu á staðsetn­ingu fugl­anna og ef mögu­legt er, senda mynd­ir. Ef fólk verður vart við fugla í vanda eða dauða fugla utan þjón­ustu­tíma Dýraþjón­ust­unn­ar er það beðið um að hafa sam­band við Lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Gunn­ar Þór Hall­gríms­son, pró­fess­or í dýra­fræði, fann 19 dauðar grá­gæs­ir í Vatns­mýri í Reykja­vík í gær. All­ar lík­ur eru á því að fuglaflensa hafi dregið gæs­irn­ar til dauða.

Fyrstu fuglaflensu­til­fell­in komu upp hér á landi árið 2021 og nokkuð var um smit árið 2022 en svo virðist sem um al­var­leg­an far­ald­ur sé að ræða nú að sögn Gunn­ars í sam­tali við mbl.is í gær. 

Til­mæli til katta- og hunda­eig­enda

Hvatt er til þess að fólk haldi heim­il­iskött­um inni á meðan skæða in­flú­ens­an geng­ur yfir „en hún er bráðsmit­andi og get­ur borist í ketti líkt og fugla.“

Ef viðra þarf kett­ina þá er mælt með því að þeir séu hafðir í taumi. Einnig eru hunda­eig­end­ur hvatt­ir til að passa að hund­ar þeirra fari ekki í fugls­hræ jafn­vel þótt eng­in staðfest smit yfir í hunda séu þekkt.

Heim­il­iskött­ur á Seltjarn­ar­nesi greind­ist á dög­un­um með skæða fuglaflensu og talið er að hann hafi smit­ast af fugls­hræi. 10 vikna gam­all kett­ling­ur­inn drapst fyr­ir jól sök­um flens­unn­ar.

Um 40 sýni tek­in í síðasta mánuði

Dýraþjón­usta Reykja­vík­ur mun sjá um þjón­ustu vegna fuglaflensu á öllu höfuðborg­ar­svæðinu í sam­starfi við Mat­væla­stofn­un. 

„Starfs­fólk Dýraþjón­ust­unn­ar í Reykja­vík hef­ur unnið þétt með sér­fræðing­um á Mat­væla­stofn­un und­an­farna mánuði. Í síðasta mánuði hafa þau meðal ann­ars tekið um 40 blóðsýni af fugl­um sem grun­ur leik­ur á að hafi smit­ast af þess­ari skæðu fuglain­flú­ensu. Síðustu daga hafa komið fjöl­marg­ar til­kynn­ing­ar um veika eða dauða fugla sem þau hafa sinnt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert