Garðar lætur af störfum hjá Eik fasteignafélagi

Garðar Hannes Friðjónsson.
Garðar Hannes Friðjónsson. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Garðar Hannes mun stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert er að halda þann 10. apríl næstkomandi.

„Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja þetta framúrskarandi félag frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar.  Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi,“ er haft eftir Garðari í tilkynningu fá Eik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert