Landsfundur í febrúar: Kapphlaupið hafið

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll og er stærsta pólitíska …
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll og er stærsta pólitíska samkoma landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í hádeginu að breyta ekki dagsetningu landsfundar flokksins. Fer hann því fram dag­ana 28. fe­brú­ar - 2. mars.

Þetta herma heimildir mbl.is. 

Umræða hafði verið um það að fresta landsfundinum en formenn málaefnateyma Sjálfstæðisflokksins unnu að tillögu um slíkt.

Kosið um forystu flokksins

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti 6. janúar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. 

Nú er ljóst að miðstjórn mun ekki fresta fundinum og má því segja að kapphlaupið um það hver verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sé hafið.

Á landsfundinum verður kosið í ýmis embætti eins og til dæmis formann, varaformann og ritara Sjálfstæðisflokksins. 

Margir hafa verið orðaðir við fyrrnefnd embætti og má búast við því að menn byrji að tilkynna um framboð á næstu vikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert