Landssamband lögreglumanna hefur samþykkt nýjan kjarasamning við íslenska ríkið.
Félagsmenn greiddu atkvæði um samninginn og rúmlega 64% samþykktu samninginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landssambandsins.
Kosning um samninginn var rafræn og stóð yfir frá og með fimmtudeginum 9. janúar 2025 klukkan 14.00 til mánudagsins 13. janúar 2025 klukkan 14.00.
Á kjörskrá voru alls 793 og af þeim greiddu atkvæði 707 sem nemur 89,2% þátttöku.
64,07% greiddu atkvæði með samningnum, 29,28% kusu gegn samningnum og 6,65% tóku ekki afstöðu.
Síðasta sumar var samningur lagður til atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum og þá var hann kolfelldur.