Metár hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar

Alls var þyrslusveitin kölluð 334 sinnum út í fyrra sem …
Alls var þyrslusveitin kölluð 334 sinnum út í fyrra sem er 31 útkalli meira en árið 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar annaðist met­fjölda út­kalla árið 2024. Alls var sveit­in kölluð 334 sinn­um út í fyrra sem er 31 út­kalli meira en árið 2023.

Í til­kynn­ingu á vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar kem­ur fram að af út­köll­un­um 334 voru 135 far­in á fyrsta for­gangi og 150 á öðrum for­gangi.

Ríf­lega helm­ing­ur út­kall­anna voru vegna sjúkra­flutn­inga eða um 183 út­köll. Sjúkra­flutn­ing­um á landi og sjó fjölgaði um tæp­lega 14% frá fyrra ári þegar farið var í 161 sjúkra­flutn­ing. 85 út­köll voru vegna leit­ar eða björg­un­ar.

Eins og áður voru flest út­köll­in á Suður­landi eða um þriðjung­ur allra út­kalla síðasta árs. Einnig var nokk­ur fjöldi vegna út­kalla sem tengd­ust jarðhrær­ing­un­um á Reykja­nesi.

Útköll á sjó voru um fimmt­ung­ur allra út­kalla þyrlu­sveit­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert