Tekur stöðu flokksins alvarlega og útilokar ekkert

Elliði hefur verið orðaður við formannsframboð.
Elliði hefur verið orðaður við formannsframboð. mbl.is/Kristófer Liljar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst ekki ætla láta sitt eftir liggja í þeirri viðspyrnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að. Spurður hvort að hann íhugi nú framboð í forystuna segir hann að allir landsfundarfarar séu til kjörs. 

Þetta kemur fram í samtali hans við mbl.is. 

Miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins ákvað á fundi sín­um í há­deg­inu að breyta ekki dag­setn­ingu lands­fund­ar flokks­ins. Fer hann því fram dag­ana 28. fe­brú­ar til 2. mars.

Mætir á landsfund 

Elliði hefur verið orðaður við framboð í Sjálfstæðisflokknum og þá hefur verið nefnt formannsframboð, varaformannsframboð eða ritaraframboð í því samhengi.

Spurður hvort að hann íhugi nú framboð í eitthvert þessara embætta segir hann:

„Hugur minn hefur hingað til ekki staðið til flokkslegra embætta. Ég tek þó stöðu flokksins alvarlega og mun ekki láta mitt eftir liggja í þeirri viðspyrnu sem við sjálfstæðisfólk stefnum nú að. Ég mun mæta á landsfund og þar eru allir fundarmenn í framboði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert