Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2.
Þetta kemur fram á Vísi en Þóra greindi frá ákvörðuninni á Facebook.
„Þessi ákvörðun var síður en svo auðveld, en það er mín sannfæring að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímamótum. Maður minn, hvað það hefur verið gaman,“ sagði Þóra í færslunni.
Þóra er þriðji starfsmaður Stöðvar 2 sem ákveður að hætta það sem af er ári.
Í síðustu viku var greint frá því að Eva Georgs Ásudóttir hefði samið um starfslok sem sjónvarpsstjóri og að Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefði ákveðið að hætta sem dagskrárgerðarmaður.