Væta með köflum og hlýjast syðst

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður suðlæg átt, 5-13 m/s og væta með köflum í dag, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hitinn verður víða 0-7 stig og verður hlýjast syðst.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að í morgunsárið er landið á milli tveggja lægða, önnur skammt suðaustur af Jan Mayen og veldur allhvassri vestanátt á norðaustanverðu landinu.

Lægðin sú fjarlægist óðum og vindur því á niðurleið. Hin lægðin er á Grænlandshafi og minniháttar úrkomusvæði hennar fer norður yfir landið í dag.

Á morgun verður suðlæg átt, víða 8-15 m/s og talverð rigning, en úrkomulítið á Austurlandi. Hitinn verður 3-10 stig en það kólnar í veðri á Vestfjörðum annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert