Vísað úr landi en þarf að fara í skurðaðgerð

Til stendur að brottvísa fjölskyldu á flótta til Venesúela fimmtudaginn …
Til stendur að brottvísa fjölskyldu á flótta til Venesúela fimmtudaginn 16. janúar. Emma, þriggja ára dóttir foreldranna, glímir við mjaðmalos og er á biðlista fyrir skurðaðgerð í febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Þriggja ára göm­ul stúlka á flótta er á biðlista fyr­ir nauðsyn­lega mjaðmaraðgerð á Land­spít­al­an­um í fe­brú­ar. En lík­lega verður ekk­ert af því þar sem vísa á barn­inu úr landi á fimmtu­dag.

For­eldr­ar stúlk­unn­ar hafa þung­ar áhyggj­ur af heilsu henn­ar og segja hana ekki getað fengið sömu hjálp í heima­land­inu, Venesúela.

Emma Al­ess­andra Reyes Portillo, fædd 7. mars 2021, kom hingað til lands með for­eldr­um sín­um sum­arið 2023, þá tveggja ára göm­ul, en þau eru hæl­is­leit­end­ur frá Venesúela.

Emma gekkst und­ir skurðaðgerð í fe­brú­ar 2024 vegna mjaðma­loss og þarf nú, sam­kvæmt lækn­is­vott­orði sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, að vera í stöðugu eft­ir­liti sér­fræðinga. Fyrri aðgerðin er að sögn lækn­is afar flók­in og þurfti sér­fræðinga er­lend­is frá til að fram­kvæma hana.

„Þetta skipt­ir afar miklu máli fyr­ir líf og heilsu Emmu Al­essöndru í framtíðinni og því æski­legt að hún sé hér áfram und­ir eft­ir­liti okk­ar sem stóðu að þess­ari aðgerð og allri um­hugs­un sem er afar flók­in,“ seg­ir í lækn­is­vott­orði.

Nú þarf Emma að fara í aðra aðgerð til þess að fjar­læga plötu úr lær­legg henn­ar þar sem mjöðmin var op­in­beruð. Hún er á biðlista fyr­ir þeirri aðgerð í næsta mánuði, í fe­brú­ar.

Emma fór í skurðaðgerð vegna mjaðmaloss í febrúar 2024 og …
Emma fór í skurðaðgerð vegna mjaðma­loss í fe­brú­ar 2024 og þarf sam­kvæmt lækn­is­vott­orði að vera í stöðugu eft­ir­liti sér­fræðinga næstu ár, ann­ars er hætta á því að hún verði fötluð það sem eft­ir er. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðgerðin „nær ómögu­leg“ í Venesúela

For­eldr­ar Emmu, hinn 28 ára Eleom­ar Al­ex­and­er Reyes Perez og hin þrítuga Ang­elyn Katiuska Portillo Perez, segja við mbl.is að þau ótt­ist að dótt­ir sín verði fötluð það sem eft­ir er lífs­ins ef hún fær ekki réttu þjón­ust­una.

„Heil­brigðis­kerfið í Venesúela er ekki svo gott. Það er mjög erfitt fyr­ir Emmu að fá hjálp í Venesúela og aðgerðin sem hún þarf er nær ómögu­leg eða mjög-mjög dýr,“ seg­ir Ang­elyn.

„Þau [stjórn­völd á Íslandi] segja að það sé mögu­legt fyr­ir Emmu að fá aðstoð í Venesúela, en það er ekki satt,“ bæt­ir Eleom­ar við.

„Heilbrigðiskerfið heima er ekki svo gott. Það er mjög erfitt …
„Heil­brigðis­kerfið heima er ekki svo gott. Það er mjög erfitt fyr­ir Emmu að fá hjálp í Venesúela og aðgerðin sem hún þarf er nær ómögu­leg eða mjög-mjög dýr,“ seg­ir Ang­elyn, móðir Emmu. Ljós­mynd/​Aðsend

Bróðurn­um var rænt og síðan banað

Ang­elyn og Eleom­ar segj­ast hafa flúið landið eft­ir að bróður Eleom­ars var rænt og hann myrt­ur í kjöl­farið. Eleom­ar tel­ur sig og fjöl­skyldu sína því ekki vera ör­ugga í Venesúela og þegar nú stend­ur til að vísa fjöl­skyld­unni frá Íslandi, kveðst hann hrædd­ur.

Þá segja þau einnig að stjórn­ar­ástandið í land­inu sé afar slæmt, þar sem Nicolás Maduro var á föstu­dag vígður í for­seta­embættið í þriðja sinn eft­ir margum­deild­ar kosn­ing­ar í haust.

For­eldr­arn­ir viður­kenna að það hafi samt held­ur ekki verið neinn dans á rós­um að búa sem flóttamaður á Íslandi í eitt og hálft ár. En þeim finnst þau þó ör­ugg hér.

„Hér hef­ur verið erfitt, að geta ekki unnið eða keypt sér hluti, að búa í flótta­manna­hús­næði og þannig. En ef Emma er ánægð og í góðu standi finnst okk­ur við ör­ugg hér. Hér fær hún hjálp­ina sem hún þarf á að halda,“ seg­ir Eleom­ar.

Hin þriggja ára Emma Alessandra Reyes Portillo.
Hin þriggja ára Emma Al­ess­andra Reyes Portillo. Ljós­mynd/​Aðsend

ÖBÍ lýsa einnig áhyggj­um

ÖBÍ lýs­ir einnig áhyggj­um af aðstæðum fjöl­skyld­unn­ar og hvet­ur til að tryggja að Emma fái þá heil­brigðisþjón­ustu sem hún þarf.

Sam­tök­in vísa til barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna og samn­ings SÞ um rétt­indi fatlaðs fólks er þau benda á skyld­ur stjórn­valda til að tryggja sér­stök rétt­indi barna og fatlaðra barna.

„ÖBÍ fær ekki bet­ur séð en að hætta sé á að heil­brigði Emmu yrði stefnt í hættu yrði henni gert að yf­ir­gefa landið. Hætta sé á að hún verði al­var­lega fötluð njóti hún ekki viðeig­andi eft­ir­fylgni eft­ir þá aðgerð sem hún gekkst und­ir hér á landi. ÖBÍ hvet­ur til þess að ís­lensk stjórn­völd tryggi að Emma fái notið rétt­ar síns til besta heilsu­fars. Tryggt verði að hún fái þá meðhöndl­un sem hún þarfn­ast að mati sér­fræðinga,“ seg­ir í er­indi sem ÖBÍ. Jón Sig­urðsson, lögmaður fjöl­skyld­unn­ar, hef­ur óskað eft­ir frest­un réttaráhrifa en þeirri beiðni hef­ur verið vísað frá.

Þannig að óbreyttu verður fjöl­skyld­an send úr landi og sem fyrr seg­ir sér hún ekki fyr­ir sér að Emma fái þá hjálp sem hún þarf í Venesúela.

„Ég held að það sé ómögu­legt vegna ástands­ins í land­inu,“ seg­ir Ang­elyn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert