Andlát: Ragnheiður Torfadóttir

Ragnheiður Torfadóttir, fv. rektor MR, er látin, 87 ára að …
Ragnheiður Torfadóttir, fv. rektor MR, er látin, 87 ára að aldri. mbl.is/Golli

Ragn­heiður Torfa­dótt­ir, fyrr­ver­andi rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 12. janú­ar sl., 87 ára að aldri.


Ragn­heiður fædd­ist á Ísaf­irði 1. maí 1937 en flutti sex ára með fjöl­skyldu sinni til Reykja­vík­ur. For­eldr­ar Ragn­heiðar voru Torfi Hjart­ar­son, toll­stjóri í Reykja­vík og sátta­semj­ari rík­is­ins, og kona hans, Anna Jóns­dótt­ir.

Ragn­heiður lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík vorið 1956, gegndi þar vet­ur­inn eft­ir hálfu starfi rektors­rit­ara og sleit aldrei tengsl­in við skól­ann. Hún lauk BA-prófi í lat­ínu og grísku við Há­skóla Íslands vorið 1961 og prófi í upp­eld­is- og kennslu­fræði 1971. Auk þess lærði hún ít­ölsku eitt sum­ar í Perugia á Ítal­íu. Eft­ir 30 ára kennslu sett­ist hún aft­ur í Há­skól­ann og stundaði nám í ís­lenskri mál­fræði og al­menn­um mál­vís­ind­um með fram kennslu.

Ragn­heiður kenndi lat­ínu við Mennta­skól­ann 1959-1960 og 1962-1996 og einnig grísku 1972-1975. Hún var deild­ar­stjóri við skól­ann 1972-1992, sat í skóla­stjórn 1976-1978 og var full­trúi kenn­ara í fyrstu skóla­nefnd 1990-1995.
Ragn­heiður var rektor Mennta­skól­ans árin 1995-2001, fyrst kvenna. Hún var skipuð í bygg­ing­ar­nefnd við skól­ann 1996. Í rektor­stíð henn­ar bætt­ust við húsa­kost skól­ans Þing­holts­stræti 18, sem Davíð S. Jóns­son færði skól­an­um að gjöf, og ný­byggð tengi­bygg­ing með vel bún­um raun­greina­stof­um.

Ragn­heiður var vara­formaður Banda­lags há­skóla­manna 1982-1986 og í rit­stjórn BHM-blaðsins sömu ár. Þá var hún full­trúi fram­kvæmda­stjórn­ar í launa­málaráði BHMR 1984-1986 og formaður mennta­mála­nefnd­ar BHM 1986-1988. Hún var fé­lagi í Rótarý­klúbbi Reykja­vík­ur um langt ára­bil og sat í stjórn hans 2000-2001.

Eig­inmaður Ragn­heiðar var Þór­hall­ur Vil­mund­ar­son, f. 1924, d. 2013, pró­fess­or við Há­skóla Íslands og for­stöðumaður Örnefna­stofn­un­ar. For­eldr­ar hans voru Vil­mund­ur Jóns­son land­lækn­ir og Krist­ín Ólafs­dótt­ir lækn­ir. Börn Ragn­heiðar og Þór­halls eru Guðrún, f. 1961, dós­ent í ís­lenskri mál­fræði við HÍ, Torfi, f. 1964, doktor í tölvu­sjón og lektor við HR, og Helga, f. 1968, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert