Í dag er spáð vaxandi sunnanátt með rigningu eða súld með köflum og um hádegi verður 10-15 m/s. Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu síðdegis en á norðaustanverðu landinu verður úrkomuminna. Hitinn verður víða 5-10 stig.
Á morgun verður suðvestan hvassviðri og rigning eða skúrir, en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Áfram verður milt í veðri.