Bilun í flugstjórnarklefa TF-SIF

Vonast er til þess að vélin verði aftur orðin flughæf …
Vonast er til þess að vélin verði aftur orðin flughæf á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Smá­vægi­leg bil­un kom upp í skjá í flug­stjórn­ar­klefa TF-SIF, eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sem hef­ur gert gæsl­unni erfitt fyr­ir að sinna eft­ir­liti með land­helgi Íslands með vél­inni. 

Bil­un­in í skján­um kom upp í síðustu viku og kom nýr skjár til lands­ins í morg­un.

Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ein­hver mis­tök hafi orðið í því að ferja nýja skjá­inn til lands­ins og að hann hafi ekki skilað sér.

Gæsl­an get­ur því ekki haf­ist handa við að skipta skján­um út.

Ásgeir seg­ir að bú­ist sé við því að nýr skjár ber­ist með hraðsend­ingu til lands­ins á morg­un og í kjöl­farið verði vél­in orðin flug­hæf á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka