Fluglitakóði fyrir Bárðarbungu hefur verið færður upp á gult en þar hófst kröftug jarðskjálftahrina á sjöunda tímanum í morgun.
Gulur fluglitakóði getur merkt að eldstöðin sýni merki um virkni „umfram venjulegt ástand“, samkvæmt vef Veðurstofunnar.