Fengu endanlega synjun: Fara úr landi á fimmtudag

Niðurstaða kærunefndar útlendingamála barst í dag.
Niðurstaða kærunefndar útlendingamála barst í dag. Ljósmynd/Aðsend

End­an­leg synj­un á að fresta sjálf­vilj­ugri brott­för Emmu Al­essöndru Reyes Portillo og for­eldra henn­ar barst frá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála í dag. Fjöl­skyld­unni er því gert að yf­ir­gefa landið á fimmtu­dag. Emma átti að fara í nauðsyn­lega mjaðmaraðgerð á Land­spít­ala eft­ir rúm­ar þrjár vik­ur.

Þetta seg­ir Jón Sig­urðsson lögmaður stúlk­unn­ar í sam­tali við mbl.is. 

Hann seg­ir að lítið annað sé hægt að gera í mál­inu og lít­ur allt út fyr­ir það að fjöl­skyld­an fari úr landi á fimmtu­dag. 

Emma er hæl­is­leit­andi frá Venesúela. Hún er á fjórða ári og hef­ur verið bú­sett hér á landi frá ár­inu 2023. Í fe­brú­ar 2024 gekkst Emma und­ir skurðaðgerð vegna mjaðma­loss og þarf nú, sam­kvæmt lækn­is­vott­orði sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um að vera í stöðugu eft­ir­liti sér­fræðinga. 

Hætta á að stúlk­an verði al­var­lega fötluð

Emma átti að fara í aðra aðgerð 10. fe­brú­ar þar sem til stóð að fjar­lægja plötu úr lær­legg henn­ar þar sem mjöðmin var opnuð en það er nær úti­lokað að það verði af aðgerðinni þar sem fjöl­skyld­unni er gert að yf­ir­gefa landið á fimmtu­dag.

Hin þriggja ára Emma Alessandra Reyes Portillo .
Hin þriggja ára Emma Al­ess­andra Reyes Portillo . Ljós­mynd/​Aðsend

Blaðamaður mbl.is ræddi við for­eldra stúlk­unn­ar í gær sem ótt­ast um að dótt­ir þeirra verði fötluð rest­ina af ævi sinni fái hún ekki rétta lækn­isþjón­ustu. Þau segja að Emma fái ekki full­nægj­andi lækn­isþjón­ustu í Venesúela. 

Öryrkja­banda­lag Íslands hef­ur lýst áhyggj­um af aðstæðum fjöl­skyld­unn­ar. Þau segja að heil­brigði Emmu stefnt í hættu verði henni gert að yf­ir­gefa landið. Hætta sé á að hún verði al­var­lega fötluð njóti hún ekki viðeig­andi eft­ir­fylgni eft­ir þá aðgerð sem hún gekkst und­ir í fe­brú­ar á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert