Fimm skjálftar af stærri gerðinni ofan við Mýrar

Horft yfir Mýrar. Skjálftavirknin mælist í fjöllunum norðaustur af landshlutanum.
Horft yfir Mýrar. Skjálftavirknin mælist í fjöllunum norðaustur af landshlutanum. mbl.is/RAX

Fjór­ir skjálft­ar riðu yfir nærri Grjótár­vatni í fjöll­un­um ofan við Mýr­ar í Borg­ar­f­irði frá um klukk­an tíu í morg­un og fram und­ir há­degi.

Voru þeir á bil­inu 2,3 til 2,7 að stærð, sam­kvæmt mæl­ing­um Veður­stofu, og skipa sér því í flokk með þeim stærstu sem orðið hafa á svæðinu.

Fimmti skjálft­inn bætt­ist við kl. 13.45 og var af stærðinni 2,5.

Bera fór skyndi­lega á skjálft­um í fjöll­un­um árið 2021 og þykir virkn­in nú benda til kviku­hreyf­inga á miklu dýpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert