Hafa upplýst Persónuvernd um netárásina

Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Syndis og OK hafi unnið með tölvudeild Toyota …
Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Syndis og OK hafi unnið með tölvudeild Toyota við að rannsaka árásina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Toyota hef­ur upp­lýst Per­sónu­vernd og netör­ygg­is­sveit­ina CERT-IS um tölvu­árás sem gerð var á kerfi þeirra og Bílanausts í gær.

Að sögn Páls Þor­steins­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Toyota, upp­lýsti fyr­ir­tækið Per­sónu­vernd um stöðu mála lög­um sam­kvæmt, en hann seg­ir enn unnið að því að skýra hvaða upp­lýs­ing­ar tölvuþrjót­arn­ir hafi und­ir hönd­um.

„Við von­umst til þess að vita meira í dag og tök­um stöðufund um há­degi,“ seg­ir Páll.

Þakk­ar viðskipta­vin­um skiln­ing­inn

Gripið hafi verið til viðeig­andi ráðstaf­ana sam­kvæmt viðbragðsáætl­un og tölvu­kerf­in af­tengd strax og árás­in upp­götvaðist í gær­morg­un.

Starfs­menn netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Synd­is og OK hafi unnið með tölvu­deild Toyota við að rann­saka árás­ina, byggja tölvu­kerf­in upp á ný og fyr­ir­byggja frek­ari skaða. Sú vinna gangi vel en sé ekki lokið.

Seg­ir Páll starfs­fólk Toyota hafa kapp­kostað að veita eins góða þjón­ustu og því hef­ur verið unnt og þakki viðskipta­vin­um skiln­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert