„Minnir á kvikuinnskot“

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

„Álíka hrina hefur ekki orðið í Bárðarbungu árum saman. Síðast gaus í eldstöðinni 2014 og síðan þá hafa stórir skjálftar átt sér stað reglulega í öskju eldstöðvarinnar, en þó eru þeir yfirleitt stakir og án eftirskjálfta.“

Þetta segir í færslu á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands en þar segir enn fremur að þéttni skjálfta sé mjög mikil og minnir á kvikuinnskot.

Klukkan 9.05 mældist skjálfti að stærðinni 4,9 samkvæmt yfirliti á Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert