Móðir Kolfinnu: „Við syrgjum bæði dóttur okkar“

Útför Kolfinnu Eldeyjar fór fram í gær.
Útför Kolfinnu Eldeyjar fór fram í gær.

Sig­urður Fann­ar Þórs­son, sem ákærður er fyr­ir að hafa banað dótt­ur sinni, Kolfinnu Eld­eyju, í sept­em­ber síðastliðnum, fékk höfn­un frá áfallat­eymi Land­spít­al­ans síðasta vor eft­ir að hafa leitað þangað með aðstoð barn­s­móður sinn­ar vegna and­legra veik­inda.

Hann hafði skömmu áður horfið spor­laust heim­an frá sér og fund­ist á göngu hátt í þrem­ur sól­ar­hring­um síðar.

Þetta kem­ur fram í færslu sem Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móðir Kolfinnu, birti á Face­book í gær og gaf mbl.is leyfi til að skrifa upp úr. Hún lýs­ir því hvernig kerfið brást Sig­urði þegar hann þurfti á hjálp að halda.

„Hann var orðinn uppþornaður og með sár á fót­um eft­ir að hafa labbað stans­laust síðan á aðfar­arnótt mánu­dags. Hann hafði bara gengið um all­an þann tíma í ein­hverju geðrofi, man­íu eða ein­hverju sem ég kann ekki bet­ur að nefna. En það var ljóst að það var eitt­hvað að. Hann fékk aðhlynn­ingu í ein­hverj­ar klukku­stund­ir á bráðamót­tök­unni áður en hann var út­skrifaður.“

Drekkti sér í vinnu

Hún seg­ist fljót­lega eft­ir þetta hafa aðstoðað barns­föður sinn að sækja sér hjálp á geðdeild. Hann hafi fengið upp­áskrifuð lyf hjá lækn­um en eft­ir nokk­urra daga bið hafi áfall­teymið hafnað hon­um. Hann hafi ekki fengið viðtal.

Sum­arið hafi liðið áfalla­laust, Sig­urður hafi náð að drekkja sér í vinnu, eins og fólk með áföll á bak­inu geri gjarn­an. Það hafi þó aug­ljós­lega eitt­hvað verið að plaga hann.

„Sunnu­dag­inn ör­laga­ríka fer hann inn í Hafn­ar­fjörð til að dytta að bíln­um sín­um og er­ind­ast og hef­ur hana með því þau ætla að finna sér stað til að leika með dót sem við keypt­um nokkr­um dög­um áður - bolta til að kasta á milli tveggja fest­ispjalda með frönsk­um renni­lás. En þau skila sér ekki úr þeirri ferð. Ég var búin að hringja margsinn­is og það var mjög óvenju­legt að hann skyldi ekki svara mér í síma. Upp úr níu um kvöldið fæ ég löggu og prest heim til mín og ver­öld­in hryn­ur. Rest­in er sögð saga.“

Hún seg­ist ekki vita hvað gerðist, eng­inn viti það í raun­inni.

„Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að gera svona lagað. Hann man ekki sjálf­ur hvað gerðist. Hann var kom­inn lang­leiðina með að taka eigið líf og er al­veg eyðilagður. Við syrgj­um bæði dótt­ur okk­ar.“

„Elskaði dótt­ur sína og gerði allt fyr­ir hana“

All­ir hafi verið slegn­ir, ekki nokk­ur maður hafi átt von á að þetta gæti gerst.

„Eng­inn sem þekkti Sigga ætlaði að trúa þessu. Því hann hef­ur ætíð verið kurt­eis, hjálp­sam­ur, sam­visku­sam­ur, ör­lát­ur og dug­leg­ur. Hann hef­ur alltaf verið mín stoð og stytta og minn besti vin­ur. Hann elskaði dótt­ur sína og gerði allt fyr­ir hana. Hún elskaði hann og þau áttu ætíð gott sam­band. Upp­lif­un mín hef­ur því verið að ég missti meira en dótt­ur mína þann 15. sept­em­ber.“

Ingi­björg vill segja sína sögu því henni finnst sam­fé­lagið þurfa að vakna. Fólk þurfi að gera sér grein fyr­ir því hvernig kerfið hafi brugðist.

„Við þurf­um að gera okk­ur grein fyr­ir því hvernig kerf­un­um hef­ur verið leyft að koma fram við okk­ur. Hvernig orðræðunni hef­ur lengi verið stýrt í þá átt­ina að láta okk­ur berj­ast inn­byrðis og valda sundr­ungu milli okk­ar. Hvernig fólk hef­ur verið stimplað klikkað, geðveikt og ruglað. Þannig var rétt­lætt að af­skrifa það, loka inni og hlusta ekki á það. Á meðan þetta er ekk­ert annað en fólk sem hef­ur þurft að þola mis­mikið af mis­stór­um áföll­um. Og þau fá tak­markaða hjálp, ef ein­hverja. Það er eins og stefn­an sé að hjálp­in eigi að vera ein­hver lúxusvara sem bara ríka fólkið á að eiga kost á. Af hverju ætli það sé?“

Hún seg­ir pill­ur ekki vera lausn frek­ar en hækj­ur. Það þurfi að finna rót vand­ans og eiga við hana. Oft­ar en ekki liggi hún í áföll­um sem aldrei hafi verið unnið úr.

Beið eft­ir að vakna af mar­tröðinni

Það sé und­ar­legt að hægt sé að neita fólki sem leit­ar sér hjálp­ar.

„Eins og ein­hver ann­ar hafi umboð til að segja manni hvernig manni líður. Ég veit ekki bet­ur en að ég sé eina mann­eskj­an sem hef aðgang að mínu eig­in sál­ar­lífi. Hver gef­ur öðrum rétt til að ákveða hvort ég þurfi hjálp eða ekki? Eina hlut­verk stofn­ana á að vera að finna út úr því hvernig hjálp hent­ar í sam­ráði við sjúk­ling­inn, því hann er jú sér­fræðing­ur í sinni eig­in líðan. Annað er bara of­beldi.“

Ingi­björg seg­ir síðustu mánuði hafa verið þá lengstu og erfiðustu sem hún hafi upp­lifað á æv­inni. Það sé eng­in leið fyr­ir hana til að reyna að lýsa því orðum.

„Ég átti frek­ar von á að fá loft­stein í höfuðið en því sem gerðist í sept­em­ber. Í lang­an tíma beið ég bara eft­ir að vakna því þetta hlyti að vera mar­tröð. En í stað þess hvern dag sem ég vaknaði þá beið mín mar­tröð. Ein­hver allt önn­ur ver­öld sem ég þekkti ekki en var fleygt harka­lega inn í. Aldrei á æv­inni hef ég verið jafn mikið til í að vakna ekki á morgn­ana.“

Hún hafi hins veg­ar neyðst til að vakna, líka upp af þeim svefni sem hún seg­ir að við sem sam­fé­lagið höf­um verið lát­in sofa.

„Hún lýsti upp her­bergið“

Ingi­björg seg­ir dótt­ur sína hafa verið betri mann­eskju en hún sjálf hafi nokk­urn tíma verið. Hún hafi ekki átt þetta skilið. Hún hafi kennt bæði henni og mörg­um öðrum margt og hafi gefið frá sér mikla ást.

„Dótt­ir mín var góð, fynd­in, vit­ur, skemmti­leg, full af orku og hug­mynd­um, skap­andi og frjáls. Hún var kær­leiks­rík, elsku­leg, sjálf­stæð, um­hyggju- og hjálp­söm. Hún lýsti upp her­bergið bara með því að vera til. All­ir sem hana þekktu elskuðu hana.“

Hún spyr hvort við vilj­um ekki sam­fé­lag þar sem fólk fái hjálp, eða í sam­fé­lagi þar sem sjálfs­víg, morð og of­beld­is­glæp­ir séu al­geng­ir.

„Hvernig væri að við fær­um að skapa sam­fé­lag sem set­ur fólk í for­gang? Við erum ekki vél­menni. Við erum ekki byggð fyr­ir stans­laus­an þræl­dóm. Við erum mann­eskj­ur. Mann­eskj­an er til­finn­inga­vera. Hug­ur, sál og lík­ami er sam­tvinnaður í eitt. Við þurf­um að fara að hugsa um þetta sem heild. Það þarf að um­bylta kerf­un­um. Þau eru göm­ul og úr­elt, byggð á göml­um hug­mynd­um um fólk af stjórn­völd­um sem notuðu ótta­stjórn­un til að halda fólki í skefj­um. Hugs­un­in ber enn leyf­ar af þess­um ótta. Við erum öll að sækj­ast eft­ir því sama - að líða vel.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert