Munu stíga stærri skref en Guðlaugur hafði kynnt

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á leið á …
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á leið á ríkisstjórnarfund í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég skil auðvitað að það séu svona mikl­ar til­finn­ing­ar. En nú er bara staðan þessi að það er kom­in ný rík­is­stjórn til valda sem er sam­stiga í orku­mál­un­um, sam­stiga þegar kem­ur að auk­inni orku­öfl­un og við mun­um sýna það í okk­ar verk­um,“ seg­ir Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra.

Svona svar­ar Jó­hann gagn­rýni fyrr­ver­andi um­hverf­is- og orku­málaráðherra, Guðlaugs Þórs Þórs­son­ar, á arf­taka sinn.

Ramm­a­áætl­un, eða áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða, var samþykkt á síðasta kjör­tíma­bili og í aðsendri grein frá Guðlaugi sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag set­ur hann spurn­ing­ar­merki við af hverju Jó­hann leggi ekki þá vinnu sem nú er til­bú­in fyr­ir þingið.

Munu ein­falda leyf­is­veit­inga­ferlið meira

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jó­hann að á meðal fyrstu verka nýrr­ar rík­is­stjórn­ar verði að leggja fram ramm­a­áætl­un sem hafi setið „stífluð mánuðum sam­an á vakt fyrri rík­is­stjórn­ar“.

„Og svo mun­um við ein­falda leyf­is­veit­inga­ferlið meira og stíga stærri skref held­ur en Guðlaug­ur Þór hafði kynnt í möppu sem hann af­henti mér þegar ég tók við embætti. Að því sögðu þá ber ég virðingu fyr­ir öll­um for­ver­um mín­um.“

Jó­hann seg­ir það þó ekki breyta því að nú sé kom­in til valda rík­is­stjórn sem sé sam­stiga um aukna orku­öfl­un og muni ganga hreint til verks.

Staðan væri slæm ef all­ir hefðu kosið eins og Guðlaug­ur

Þá seg­ir hann að nú sé í gangi ákveðin umræða um af­greiðslu ramm­a­áætl­un­ar sem átti sér stað fyr­ir ein­hverj­um árum og nefn­ir hann að for­veri sinn hafi t.a.m. greitt at­kvæði gegn ramm­a­áætl­un þar sem t.d. Þeistareykja­virkj­un hafi verið sett í nýt­ing­ar­flokk sem og þegar Hvalár­virkj­un var sett í nýt­ing­ar­flokk.

„Staða orku­mála í land­inu væri mjög slæm ef all­ir þing­menn hefðu greitt at­kvæði með sama hætti og Guðlaug­ur Þór.“

Hvamms­virkj­un og Búr­fells­lund­ur fá fram­gang

Seg­ir Jó­hann að Sam­fylk­ing­in hafi stutt í at­kvæðagreiðslum verk­efni eins og Hvamms­virkj­un og Búr­fells­lund og að það sé mik­il­vægt að þau verk­efni fái fram­gang.

„Og það er al­mennt mik­il­vægt að þegar lög­gjaf­inn hef­ur ákveðið að virkj­ana­kost­ir séu í nýt­ing­ar­flokki, að þeir fái ásætt­an­leg­an fram­gang í stjórn­sýslu orku­mála, og breyt­ing­arn­ar sem eru núna í far­vatn­inu á leyf­is­veit­inga­ferl­inu miða að þessu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert