Öflug skjálftahrina í Bárðarbungu

Flogið yfir Bárðarbungu.
Flogið yfir Bárðarbungu. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu hófst á sjöunda tímanum í morgun og mældist stærsti skjálftinn 4,5 að stærð klukkan 6.29.

Þrír skjálftar hafa mælst yfir 3 að stærð en 40 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni til þessa. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hrinan sé í norðvestanverðri öskjunni og þykir nokkuð óvenjuleg.

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert