Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi

Snemma í morgun var snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu.
Snemma í morgun var snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu. Kort/Map.is

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ana á Norður­landi eystra, Aust­ur­landi og Suður­landi, lýs­ir yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna auk­inn­ar skjálfta­virkni í Bárðarbungu.

„Það að lýsa yfir óvissu­stigi þýðir að eft­ir­lit er haft með at­b­urðarrás sem gæti á síðari stig­um leitt til þess að heilsu og ör­yggi fólks, um­hverf­is eða byggðar verði ógnað,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um. 

„Snemma í morg­un var snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu. Veður­stofa Íslands fylg­ist vel með fram­vind­unni. Að lýsa yfir óvissu­stigi er hluti af verk­ferl­um í skipu­lagi al­manna­varna til að tryggja form­leg sam­skipti og upp­lýs­inga­gjöf á milli viðbragðsaðila,“ seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert