Skjálfti nærri Kötlu minnir á stærð Bárðarbungu

Skjálftinn varð norður af Kötlu, inni í Torfajökulsöskjunni.
Skjálftinn varð norður af Kötlu, inni í Torfajökulsöskjunni. Kort/map.is

Jarðskjálfti reið yfir skammt norður af Mýr­dals­jökli, inn­an Torfa­jök­ul­söskj­unn­ar og nærri Hrafntinnu­skeri, kl. 14.40 í dag.

Skjálft­inn vek­ur at­hygli fyr­ir þær sak­ir að hann varð í raun á mörk­um eld­stöðva­kerf­is Bárðarbungu, þrátt fyr­ir mikla fjar­lægð frá Vatna­jökli.

Eld­stöðva­kerfið er enda eitt það stærsta á land­inu, um 190 kíló­metr­ar að lengd, og á sér meðal ann­ars sögu um stór gos þar sem sprungu­sveim­ur þess ligg­ur í suðvest­ur að Torfa­jök­ul­söskj­unni.

Eldstöðvakerfið er víðfeðmt, hér merkt með svartri punktalínu. Hraun sem …
Eld­stöðva­kerfið er víðfeðmt, hér merkt með svartri punktalínu. Hraun sem runnið hafa úr kerf­inu eru fjólu­blá að lit á kort­inu. Kort/Í​slenska eld­fjalla­vef­sjá­in

Ein­kenn­ist af löng­um gossprung­um

Um leið er kerfið sök­um stærðar sinn­ar það eina til að eiga upp­runa í bæði Norðurgos­belt­inu og Aust­urgos­belt­inu.

Nær það allt frá Dyngju­fjöll­um ytri, norðan Vatna­jök­uls, um Dyngju­háls, und­ir Vatna­jök­ul norðvest­an­verðan og þaðan suðvest­ur um Veiðivötn og að Torfa­jök­uls­svæðinu.

Fjallað er um eld­stöðva­kerfið í bók­inni Nátt­úru­vá á Íslandi: Eld­gos og nátt­úru­vár, sem kom út árið 2013 eða áður en síðasta gos braust út í Holu­hrauni árið 2014.

Seg­ir þar að sprungurein­in suðvest­ur úr Vatna­jökli markist af gossprung­um, mis­gengj­um og gjám, í stefn­unni norðaust­ur-suðvest­ur.

Rein­in ein­kenn­ist af löng­um gossprung­um, þeim lengstu allt að 65 kíló­metra löng­um, og stór­um sig­döl­um á borð við Helj­ar­gjá þar sem sam­an­lögð lóðrétt hreyf­ing nem­ur tug­um metra.

Þrjú gos á sögu­leg­um tíma

Í þess­um hluta eld­stöðva­kerf­is­ins, þar sem það teyg­ir sig í suðvest­ur und­an Vatna­jökli, hafa orðið þrjú gos á sögu­leg­um tíma. Fyrst um árið 870, svo um árið 1477 og loks á ár­un­um 1862-1864.

Síðasta gosið hófst 30. júní 1862 á slitr­óttri gossprungu sem nær frá Köldu­kvísl­ar­jökli og tæp­lega 20 kíló­metra til suðvest­urs að Gjáfjöll­um, og varaði með hlé­um fram til árs­ins 1864.

Í því gosi rann Trölla­hraun sem þekur um 28 kíló­metra og magnið áætlað um 0,3 rúm­kíló­metr­ar, sem er svipað því sem komið hef­ur upp á Reykja­nesskaga sam­tals und­an­far­in ár.

Torfajökulsaskjan liggur norður af Mýrdalsjökli.
Torfa­jök­ulsa­skj­an ligg­ur norður af Mýr­dals­jökli. mbl.is/​RAX

Tætigos og tíu rúm­kíló­metr­ar af gjósku

Þar áður varð mun stærra gos, kennt við Veiðivötn og braust lík­lega út í fe­brú­ar 1477, á um 65 kíló­metra langri gossprungu. Var það að mestu tætigos vegna hárr­ar grunn­vatns­stöðu á suðvest­ur­hluta gossprung­unn­ar þar sem hún ligg­ur um Veiðivatna­dæld­ina.

Megnið af kvik­unni kom upp sem gjóska og var rúm­mál henn­ar ný­fall­inn­ar yfir 10 rúm­kíló­metr­ar, sem sam­svar­ar um 2,2 rúm­kíló­metr­um af föstu bergi.

Um árið 870 varð svo­kallað Vatna­öldugos, á rúm­lega 60 kíló­metra langri gossprungu sem opnaðist í jaðri Veiðivatna­dæld­ar­inn­ar. Var það að mestu tætigos eins og gosið árið 1477.

Þegar land­námslagið féll

Sprung­an var ekki sam­felld en teygðist frá gíg­um við Dreka­vatn um Vatna­öld­ur og Hnausa­poll (Blá­hyl), þvert í gegn­um Torfa­jök­uls­svæðið um Hrafntinnu­hraun og Laufa­hraun, suður í gíga um­hverf­is Skyggn­is­vatn.

Gos­efn­in voru að mestu basísk gjóska úr Vatna­öldugíg­un­um, en alls óskyld súr og ljós­ari gjóska kom upp í Hrafntinnu­hrauni. Gjósku­lagið er því tví­litt og hef­ur verið kallað land­námslagið.

Ný­fall­in var hún um fimm rúm­kíló­metr­ar, sem sam­svar­ar 1,1 rúm­kíló­metra af föstu bergi.

Stór svæði urðu að gróður­vana auðnum

Í síðast­nefndu gos­un­um tveim­ur féll gjóska niður á meira en helm­ing Íslands.

Áhrif þessa á há­lendið voru mjög skaðleg og breyttu stór­um svæðum í gróður­vana auðnir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert