„Þarna eru frægar eldstöðvar“

Fjöllin hafa vakað. Ljósufjöll á Snæfellsnesi í drifhvítum vetrarbúningi sem …
Fjöllin hafa vakað. Ljósufjöll á Snæfellsnesi í drifhvítum vetrarbúningi sem þau þó þurfa ekki til að vera ljós yfirlitum þar sem þau eru gerð úr kísilríku líparíti sem veitir þeim bjartleitt yfirbragð innan um íslenska basaltið dökka. mbl.is/Árni Sæberg

„Snæ­fellsnesið allt er auðvitað gos­belti sem inni­held­ur Snæ­fells­jök­ul og Helgrind­ur og fjöll­in þar í grennd á miðju nes­inu og svo Ljósu­fjalla­kerfið sem nær frá Ber­serkja­hrauni að vest­an og alla leið gegn­um Ljósu­fjöll­in og yfir að Hreðavatni, svo þetta er svo­lítið langt kerfi.“

Þetta seg­ir Har­ald­ur Sig­urðsson, eld­fjalla­fræðing­ur og pró­fess­or emer­it­us, í sam­tali við Morg­un­blaðið, innt­ur álits á straum­um og stefn­um hinna innri afla móður jarðar þar á svæðinu.

Kvikuinn­skot lík­legt og vökt­un auk­in

mbl.is og Morg­un­blaðið hafa und­an­farna mánuði fjallað um kvikuinn­skot sem fræðimenn Veður­stofu Íslands telja að lík­lega hafi átt sér stað á miklu dýpi und­ir Grjótár­vatni.

Þá gerði Veður­stof­an grein fyr­ir því að hún hefði hækkað vökt­un­arstig á svæðinu auk þess sem unnið væri að nýju vökt­un­ar­skipu­lagi fyr­ir svæðið.

Marg­ir ung­ir gíg­ar

Pró­fess­or­inn held­ur áfram:

„Snæ­fells­ne­s­kerf­in þrjú hafa lítið verið virk og aðeins eitt gos þar síðan land var numið, það er á Mýr­un­um. Þarna eru fræg­ar eld­stöðvar eins og Eld­borg og fleiri,“ seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir því við að Ljósu­fjalla­kerfið sé um 90 kíló­metr­ar að lengd og í því marg­ir gíg­ar ung­ir, það er frá því eft­ir ís­öld.

„Og í heiðunum fyr­ir norðan Mýr­arn­ar, við Hreðavatn, Langa­vatn og þar um slóðir, eru nokk­ur lít­il hraun sem eru frá því eft­ir ís­öld. Á því svæði er Grjótár­vatn og þar hef­ur líka gosið eft­ir ís­öld, þar er skjálfta­virkn­in núna. Ljósu­fjöll­in eru sjálf úr lípar­íti, þess vegna heita þau Ljósu­fjöll eft­ir þessu ljós­leita bergi, þetta er önn­ur kviku­teg­und en á Reykja­nesskag­an­um,“ út­skýr­ir pró­fess­or­inn.

Hann seg­ir þó mest hafa komið af basalt­hrauni úr Ljósu­fjalla­kerf­inu sem hvort tveggja hafi orðið að hrauni og mó­bergs­mynd­un­um, þeim síðar­nefndu er gos hafi átt sér stað und­ir jökli eins og í til­felli Kerl­ing­ar­fjalla.

„Í Ljósu­fjöll­um hef­ur troðist upp dá­lítið seig eða þykk kvika af lípar­íti sem er mun hærra í kís­il­magni, um það bil 70 til 75 pró­sent kís­ill, basaltið er aft­ur á móti 45 til 50 pró­sent kís­ill. Þess vegna er lípar­ítið sem mynd­ar Ljósu­fjöll­in svona ljóst, vegna þessa háa kís­il­inni­halds,“ held­ur Har­ald­ur áfram og seg­ir frá mik­illi skjálfta­hrinu í Ljósu­fjalla­kerf­inu árið 1938.

Haraldur Sigurðsson, prófessor emeritus í eldfjallafræði.
Har­ald­ur Sig­urðsson, pró­fess­or emer­it­us í eld­fjalla­fræði. mbl.is/​RAX

Eitt­hvað mikið um að vera 1938

„Þá var bara einn skjálfta­mæl­ir á Íslandi og hann var í Reykja­vík, en þetta voru nokkuð stór­ir skjálft­ar, 3,5 til 5,4 stig og fund­ust greini­lega á Snæ­fellsnesi, einkum í grennd við Stykk­is­hólm og í sveit­un­um í kring. Allt bend­ir til að þess­ir skjálft­ar hafi orðið í eða und­ir Ljósu­fjöll­um. Síðan hef­ur lítið hreyfst í Ljósu­fjalla­kerf­inu þar til nú ný­lega, en skjálft­arn­ir 1938 voru mun stærri en skjálft­arn­ir sem hafa verið núna og stærri en skjálft­arn­ir sem hafa verið á Reykja­nesskaga,“ seg­ir eld­fjalla­fræðing­ur­inn.

Veður­stof­an greindi frá því að 2. janú­ar hefði mælst sam­felld óróa­hviða und­ir kvöld með upp­tök við Grjótár­vatn. Varði hún í um 40 mín­út­ur með sam­felld­um smá­skjálft­um sem flest­ir hefðu þó verið of smá­ir til að hægt væri að staðsetja þá, en ein­ung­is tveir skjálft­ar inn­an hviðunn­ar hefðu verið staðsett­ir. Hefðu þeir verið á rúm­lega 15 kíló­metra dýpi.

„Eitt­hvað mikið var um að vera þarna 1938 sem ekki kom upp á yf­ir­borðið, en því miður voru eng­in tæki á svæðinu þannig að við vit­um ekk­ert meira um það,“ seg­ir Har­ald­ur af skjálftun­um fyr­ir hátt í níu ára­tug­um. „Það sem núna er að ger­ast, miðað við frétt­ir frá Veður­stof­unni og öðrum, bend­ir til kviku­hreyf­inga á miklu dýpi, al­veg í botni skorp­unn­ar,“ seg­ir hann enn frem­ur og ger­ir grein fyr­ir innri gerð jarðar.

Til­vilj­ana­kennt hversu langt kvik­an fer upp

„Und­ir skorp­unni, eða á 28 kíló­metra dýpi, er möttull­inn sem er mjög þykk­ur og nær 2.500 kíló­metra niður – niður að kjarn­an­um – svo hann er aðalmat­ur­inn í jörðinni. Möttull­inn er heit­ur, hann er al­veg við bræðslu­mark, en er þó ekki vökvi held­ur heilt berg – heitt, heilt, fast og þungt – og það er þar sem bráðnun­in byrj­ar. Þegar bergið í möttl­in­um bráðnar skilst það frá því eðlisþyngd þess er minni en möttull­inn sjálf­ur. Þá leit­ar það upp í átt­ina að yf­ir­borðinu,“ út­list­ar pró­fess­or­inn af spak­legri þekk­ingu sinni á helg­ustu véum jarðar.

Hvar kvik­an komi upp seg­ir hann svo ráðast af ýms­um þátt­um, svo sem magni kvik­unn­ar og hvort sprungu­kerfi sé fyr­ir ofan sem gló­andi inn­vols­inu sé kleift að leita upp um.

„Það er dá­lítið til­vilj­ana­kennt hvað kvik­an fer langt upp og þarna sit­ur hún núna,“ seg­ir hann og á við hreyf­ing­arn­ar und­ir Grjótár­vatni nú, en lít­il eða eng­in merki eru um neina gliðnun í jarðskorp­unni fyr­ir ofan. „Til þess að hún kom­ist upp þarf að verða ein­hvers kon­ar gliðnun eða sprungu­mynd­un.“

Bera fór skyndilega á skjálftunum árið 2021, eins og Morgunblaðið …
Bera fór skyndi­lega á skjálftun­um árið 2021, eins og Morg­un­blaðið og mbl.is hafa ít­ar­lega fjallað um. Ljósu­fjalla­kerfið teyg­ir sig frá Kolgrafaf­irði í vestri að Norðurá í Borg­ar­f­irði og dreg­ur nafn sitt af fjall­g­arðinum á Snæ­fellsnesi. Skjálft­arn­ir hafa þó að mestu verið bundn­ir við af­markað svæði við Grjótár­vatn og Hít­ar­vatn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þarf að gliðna til aust­urs

Því næst spyr Har­ald­ur sig um teng­ing­ar við aðrar jarðhrær­ing­ar ný­leg­ar sem vakið hafa heims­at­hygli.

„Það sem manni dett­ur strax í hug er hvort þetta sé á ein­hvern hátt tengt Reykja­nesskag­an­um. Við vit­um að flek­inn sem er und­ir Faxa­flóa, norður­hluti Reykja­nesskag­ans, er hluti af Am­er­íkuflek­an­um. Am­er­íka sit­ur á hon­um og hann nær al­veg yfir að Kyrra­hafs­strönd Am­er­íku. Við Íslend­ing­ar sitj­um svo á rönd­inni á flek­an­um hinum meg­in, sem ligg­ur um Reykja­nesskag­ann, og skjálfta­virkn­in þar teikn­ar út þessa rönd sem ligg­ur frá Reykja­nestá og yfir í Hengil­inn,“ lýs­ir hann.

Þar klofni fleka­skil­in og fari stund­um upp í Lang­jök­ul, stund­um aust­ur um Suður­land og komi þar yfir í eystra gos­beltið. „Flek­inn þarf eig­in­lega að gliðna til aust­urs, í gegn­um Þing­velli kannski,“ seg­ir Har­ald­ur og blaðamaður gríp­ur frek­lega fram í fyr­ir pró­fess­orn­um.

Ann­ars hvað, verður þá ekki neitt úr neinu og kvik­an fer bara niður aft­ur eða hvað ger­ist?

„Ja, það veit maður ekki. Ef magn kvik­unn­ar er nægi­legt get­ur hún borað sér leið, hún get­ur þrengt sér upp,“ svar­ar Har­ald­ur, „það er spurs­mál hvort gliðnun­in á Reykja­nesskag­an­um, sem er tug­ir senti­metra – sem Am­er­íkuflek­inn er að mjak­ast til vest­urs – hvort hún sé að rífa Snæ­fellsnesið. Það er spurn­ing­in,“ svar­ar hann að auki.

Ung eyja í Grund­arf­irði

Hver yrði þýðing þessa fyr­ir Snæ­fells­nes? Er fjölg­un mæli­tækja þar brýn?

„Ég held að það sé nú verið að vinna í því. Páll Ein­ars­son [pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði], þótt hann sé nú kom­inn á eft­ir­laun, hef­ur verið mikið á bak við það – að koma upp góðum tækja­búnaði – en það er bara ný­lega sem jarðskjálfta­mæl­ar eru komn­ir á Snæ­fells­nes,“ seg­ir Har­ald­ur og upp­sker spurn­ingu um hvort virkn­in núna geti fikrað sig út eft­ir nes­inu, til dæm­is í sjálf­an Snæ­fells­jök­ul sem síðast gaus fyr­ir land­nám.

„Það er ekk­ert sem bend­ir til þess að þetta sé ann­ars staðar en í Ljósu­fjalla­kerf­inu,“ svar­ar hann og seg­ir téð kerfi ná til Grund­ar­fjarðar í vest­ur, að Kolgrafaf­irði í Eyr­ar­sveit.

„En reynd­ar er ein eyja ut­ar­lega í Grund­arf­irði, Mel­rakka­ey, og hún er ung. Hún er senni­lega vest­ur­end­inn á Ljósu­fjalla­kerf­inu. Í Land­námu er sagt frá Rauðhálsagos­inu á Mýr­um sem varð skömmu eft­ir land­nám. Þar er skráð að þar hafi verið bær­inn sem nú er Borg. Þar hlóðust upp gíg­ar sem menn kölluðu Borg. Svo það er virkni hér og þar, og í Hnappa­daln­um, sem hef­ur orðið eft­ir að ís­öld lauk fyr­ir tíu þúsund árum. Við verðum að líta á þetta kerfi sem virkt gos­kerfi,“ seg­ir Har­ald­ur.

Hvað með jök­ul­inn?

Yrði ein­hver hætta á ferðum við mögu­legt gos núna?

„Á þessu svæði er mjög lít­il byggð og strjál, þetta er uppi í hæðunum og á heiðunum, en það er aldrei hægt að segja hvað þetta get­ur verið út­breitt og það get­ur verið ösku­fall og vik­ur­fall og hraun sem fer yfir. En það hafa verið lít­il hraun úr hraungos­um í þessu kerfi fram til þessa,“ svar­ar pró­fess­or­inn og fær loka­spurn­ingu, sprottna af hreinni for­vitni.

Hvað með Snæ­fells­jök­ul, munu núlif­andi kyn­slóðir sjá gos þar?

„Hann gaus vel fyr­ir land­nám,“ svar­ar Har­ald­ur Sig­urðsson pró­fess­or emer­it­us und­ir lok viðtals, „þar hef­ur ekki gosið á sögu­tíma. Áður en skjálfta­mæl­ar voru sett­ir upp á síðustu árum var ekk­ert vitað um skjálfta­virkni und­ir Snæ­fells­jökli, en þýsk­ir jarðeðlis­fræðing­ar fóru og settu upp skjálfta­mæla við Snæ­fells­jök­ul svona 2000-2004 eða þar um bil og viti menn – þeir mældu strax skjálfta, mjög litla en samt mæl­an­lega og þeir voru staðsett­ir und­ir jökl­in­um, á fimm til tíu kíló­metra dýpi. Þannig að þarna er skjálfta­virkni og eins og við vit­um geta eld­fjalla­svæði tekið sér langa hvíld og svo kviknað aft­ur, en eins og staðan er núna eru eng­ar breyt­ing­ar í Snæ­fells­jökli.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert