Lögregla kölluð til vegna umferðarslyss þar sem ekið hafði verið á gangandi vegfaranda. Ekki er vitað um meiðsli en vegfarandinn var með meðvitund og eðlilega öndun þegar lögreglu bar að garði.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 40 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.
Tilkynnt um aðila sem fór inn á nokkur veitingahús í miðbænum og var með ógnandi hegðun og tilburði. Maðurinn handtekinn og kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Hann var látinn laus eftir skýrslutöku.
Lögregla var kölluð til vegna þjófnaðar í þremur verslunum og voru málin leyst á vettvangi og þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum vegna umferðalagabrota, m.a. ökumanna sem voru að tala í farsíma og óheimilar ljósanotkunar.