Finna annmarka á kosningum og vísa til Alþingis

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar.
Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd.“

Þetta segir í umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninganna sem fram fór 30. nóvember sl., en umsögninni var skilað til Alþingis í dag og birt jafnframt á vef landskjörstjórnar.

Á Alþingi tekur 9 manna undirbúningsnefnd þingsins við keflinu. Í nefndinni sitja tveir þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Samfylkingu, en einn frá Miðflokki, Flokki fólksins og Framsóknarflokki.

Heildarmatið liggi hjá Alþingi

Í umsögn landskjörstjórnar kemur m.a. fram að þar sem umsýsla við utankjörfundaratkvæðagreiðslu sé umfangsmikil, framkvæmdin viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega hvað varði flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, sé hætta á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs.

Landskjörstjórn tilgreinir í umsögn sinni nokkra annmarka á framkvæmd kosninganna.

Segir hún að heildarmat á annmörkunum og hvort ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna sé hjá Alþingi skv. kosningalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert