Ræsing Hvammsvirkjunar gæti tafist um nokkur ár

Hörður segir mikla þörf vera fyrir orku og því hafi …
Hörður segir mikla þörf vera fyrir orku og því hafi dómurinn mest áhrif á íslenskt samfélag. mbl.is/Golli

Ekki er ólík­legt að dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur, um að fella úr gildi virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un, muni valda nokk­urra ára töf­um á gang­setn­ingu virkj­un­ar­inn­ar.

Þetta seg­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, í sam­tali við mbl.is.

Nýj­ustu áætl­an­ir gerðu ráð fyr­ir gang­setn­ingu Hvamms­virkj­un­ar árið 2029 en nú kann það að breyt­ast.

Annað skipti sem leyfið er fellt úr gildi

Erum við að tala um nokk­urra ára seink­un?

„Það er ekk­ert ólík­legt. Við sjá­um bara að þegar leyfið var fellt síðast þá var það um tveggja ára seink­un,“ seg­ir hann.

Orku­stofn­un hafði áður gefið út virkj­un­ar­leyfi vegna Hvamms­virkj­un­ar í des­em­ber 2022. Það var hins veg­ar kært til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála sem felldi leyfið úr gildi.

Fram­kvæmd­ir voru þegar hafn­ar

Hörður seg­ir að menn hafi byrjað í und­ir­bún­ings­fram­kvæmd­um við Hvamms­virkj­un á síðasta ári á grund­velli virkj­un­ar­leyf­is­ins. Nú þurfi að skoða nán­ar hvaða áhrif dóm­ur­inn hef­ur á fram­gang þeirra. 

„Stærstu áhrif­in eru nátt­úru­lega bara hvaða áhrif þetta hef­ur á sam­fé­lagið. Það er mik­il þörf fyr­ir orku eins og flest­ir gera sér grein fyr­ir,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir mjög lík­legt að Lands­virkj­un muni áfrýja dómn­um en seg­ir þó ekki ljóst hvort að óskað verði eft­ir því að fara með málið beint til Hæsta­rétt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert