Rólegt í Bárðarbungu

Á annað hundrað skjálfta mældust í Bárðarbungu í gær.
Á annað hundrað skjálfta mældust í Bárðarbungu í gær. mbl.is/Rax

Ró­legt hef­ur verið á skjálfta­svæðinu í Bárðarbungu frá því síðdeg­is í gær en mjög kröft­ug skjálfta­hrina hófst þar í gær­morg­un.

Á annað hundrað skjálfta mæld­ust í Bárðarbungu í gær, sá stærsti var 5,1 að stærð sem reið yfir rétt eft­ir klukk­an 8 í gær­morg­un. Að auki urðu sautján skjálft­ar yfir þrem­ur að stærð, þar af tveir um eða yfir 4.

Eng­inn skjálfti hef­ur mælst í Bárðarbungu frá því klukk­an 17.18 í gær en sá var 2,4 að stærð.

„Þótt það sé ró­legt núna þá get­ur skjálfta­virkn­in tekið sig upp aft­ur. Við verðum bara að bíða og sjá hvað ger­ist og fylgj­ast vel með,“ seg­ir Stein­unn Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert