„Þetta er okkar öflugasta eldstöð“

Samanburður á skjálftavirkni í gær og skjálftavirkni fyrir eldgosið 2014.
Samanburður á skjálftavirkni í gær og skjálftavirkni fyrir eldgosið 2014. Kort/mbl.is

„Þetta er merk­ur at­b­urður, þessi skjálfta­virkni núna er meiri en við höf­um séð svona í dag­leg­um rekstri Bárðarbungu,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við Morg­un­blaðið um öfl­uga skjálfta­hrinu sem hófst í Bárðarbungu í gær­morg­un og kveður svo rammt að, að annað eins hef­ur ekki mælst síðan í aðdrag­anda Holu­hrauns­goss­ins árið 2014.

Seg­ir Páll enda að hér megi jafna til tveggja at­b­urða, und­an­fara Gjálp­argoss­ins árið 1996 og áður­nefnds Holu­hrauns­goss fyr­ir rúm­um ára­tug.

„Bú­ast má við að gos geti orðið í eld­stöðinni út frá þessu eða kviku­streymi frá henni,“ held­ur pró­fess­or­inn áfram og bæt­ir því við að stefna at­b­urða sé ekki full­ljós en muni að lík­ind­um skýr­ast er fram líður.

„Þetta er okk­ar öfl­ug­asta eld­stöð og hún á sér marg­ar hliðar og erfitt að segja til um hvað verður hverju sinni. Þess­ar tvær hliðar sem við þekkj­um frá 1996 og 2014 eru mjög ólík­ar hvor ann­arri,“ seg­ir Páll og kveður margt geta komið til greina í hugs­an­legu gosi nú, hegðun fram­an­greindra gosa hafi verið óvænt miðað við það sem jarðvís­inda­menn töldu sig vita um eld­stöðina öfl­ugu.

Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/​Hall­ur Már

Kviku­hlaup til suðvest­urs illt

Í eld­fjalla­vef­sjánni, sem Veður­stofa Íslands, Há­skóli Íslands og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra halda úti, kom í gær fram að mikið gjósku­fall gæti orðið inn­an þrjá­tíu kíló­metra frá Bárðarbungu verði þar sprengigos sem ryður sér leið upp í gegn­um jök­ul­inn. Gæti þykkt gjósku­falls­ins þá orðið allt frá tutt­ugu senti­metr­um upp í rúma tíu metra. Eng­in byggð yrði í hættu, en sam­göng­ur gætu gengið úr skorðum og jafn­vel stöðvast al­veg komi til goss.

Páll nefn­ir mögu­leg­ar rás­ir at­b­urða í Bárðarbungugosi. „Ein er sú að það gjósi hrein­lega upp úr öskj­unni sjálfri og und­ir jökl­in­um og verði þá ösku­fall og ein­hver jök­ul­hlaup sem fylgja því. Önnur er að það verði kviku­hlaup og gangainn­skot til norðaust­urs, upp á Dyngju­háls, og verði hraungos þar, um það eru mörg merki,“ út­skýr­ir Páll.

Al­var­leg­ast seg­ir hann þó komi til þess að kviku­hlaup verði til suðvest­urs. „Þá gæti orðið hraungos á eystra gos­belt­inu suðvest­an við Vatna­jök­ul, eins og í Veiðivötn­um og Vatna­öld­um á fyrri tíð. Þá erum við kom­in inn á virkj­un­ar­svæði með öllu sem því fylg­ir, en það er eng­in leið að segja til um það á þessu stigi hvað verður ofan á, nú verður bara að fylgj­ast með.“

Nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert