Aðalmeðferð í Neskaupstaðamáli í febrúar

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í sumar.
Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirhugað er að aðalmeðferð í Neskaupstaðamálinu svokallaða, þar sem karlmaður á fimmtugsaldri er ákærður fyrir að myrða hjón á áttræðisaldri með hamri, fari fram 10. og 11. febrúar og mögulega 12. febrúar ef þörf er á. Þetta kom fram í fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Austurlands í dag.

Líkt og mbl.is fjallaði um þegar málið var þingfest í síðustu viku var til skoðunar að hafa fjölskipaðan dóm, þ.e. að dómari myndi hafa meðdómara með sér í málinu. Var dómarinn þá ekki búinn að skipa meðdómara.

Tveir meðdómarar

Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari málsins, staðfesti við mbl.is að búið væri að ákveða meðdómara. Auk Hákons Þorsteinssonar, héraðsdómara við Héraðsdóm Austurlands, verða það þau Barbara Björnsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Tómas Zoëga geðlæknir.

Jafnframt staðfesti Arnþrúður að greinargerð verjanda hefði verið skilað og að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort málið yrði að hluta til lokað, en slíkt kom til umræðu við þingfestingu, þó að hvorki saksóknari né verjandi hafi farið fram á það.

Í varðhaldi eða vistun frá því í ágúst

Maður­inn hef­ur sætt gæslu­v­arðhaldi og vist­un síðan í ág­úst þegar hann var hand­tek­inn. Er hann grunaður um að hafa valdið dauða hjónanna sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Nes­kaupstað í ág­úst. Hann neitar sök. Var krafa um vistun á viðeigandi stofnun síðasta staðfest af dómara til 14. mars.

Í ákær­unni seg­ir að maður­inn hafi veist að hjón­um inn­an­dyra með hamri og hafi slegið þau bæði oft með hamr­in­um, einkum í höfuð, allt með þeim af­leiðing­um að þau hlutu bæði um­fangs­mikla og al­var­lega áverka á höfði, þar á meðal ít­rekuð brot á höfuðkúp­um, áverka á heila og smærri áverka á öðrum hlut­um lík­ama, en hjón­in lét­ust bæði af völd­um áverka á höfði.

Viðurkennir að hafa verið á heimili hjónanna en neitar sök

Að sögn vitna sást maður­inn við hús hjón­anna að kvöldi 21. ág­úst og segj­ast vitni skömmu síðar hafa heyrt „þung bank-högg“ úr íbúðinni. Sjúkra­flutn­inga­menn komu fyrst­ir á vett­vang og greindu lög­regl­unni frá því að fólkið væri greini­lega látið. 

Í gögn­um máls­ins kem­ur fram að maður­inn hafi viður­kennt við yf­ir­heyrsl­ur að hafa verið á heim­ili hjón­anna í Nes­kaupstað en neitaði að hafa verið vald­ur að dauða þeirra. Þau hafi þegar verið lát­in. Útskýr­ing­ar hans á því hvers vegna hann hafi ekki til­kynnt um slasað eða látið fólk þóttu ekki trú­verðugar.

Maður­inn er auk mann­dráps ákærður fyr­ir vopna­laga­brot og játaði hann sök í þeim hluta ákær­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert