Allar átta sundlaugar Reykjavíkurborgar hafa nú hlotið regnbogavottun. Markmið hennar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og gesti sundlauganna.
Með því að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni á að koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks, að því er segir í tilkynningu frá borginni.
Nú eru sérklefar aðgengilegir í sjö af átta sundlaugum og til stendur að bæta við klefa í Klébergslaug. Markmiðið er að hafa sérklefa í öllum sundlaugunum.
Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti trans fólki (og börnum), þar með talið kynsegin og intersex fólki (og börnum, foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af heilsufarsvanda, svo sem stóma.
Ferlið að baki regnbogavottun felur í sér spurningalista um starfsstaðinn, næst fræðslu fyrir allt starfsfólk um hinsegin málefni og svo er gerð úttekt á starfsumhverfinu, útgefnu efni og fleiru eftir atvikum.
Fjórða skrefið er að starfsfólk útbúi aðgerðaáætlun fyrir starfsstaðinn í hinsegin málum, og síðasta skrefið felst í að útbúa lógó og plakat vegna regnbogavottunar starfsstað.