Grænlendingar vilja nýta náttúruauðævi sín til þess að skjóta fleiri stoðum undir efnahag landsins, en nú eru ríflega 90% útflutningstekna þeirra úr sjávarútvegi. Það er einnig til þess fallið að styrkja þjóðina í átt til sjálfstæðis.
Fjárstuðningur Dana stendur undir um helmingi ríkisútgjalda á Grænlandi, en það hafi eflaust haldið aftur af mönnum í sjálfstæðisbaráttunni. Stórauknar tekjur af náttúruauðlindum gætu breytt því.
Þetta kemur fram í þætti Dagmála, netstreymi Morgunblaðsins sem opið er öllum áskrifendum. Þar fjalla þeir Egill Þór Daníelsson, sérfræðingur RannÍs, og Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, um breytta stöðu Grænlands, sér í lagi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir um að Grænland færðist á einhvern hátt yfir á bandarískt valdsvæði.
Þar inn í spilar einnig áhugi Kínverja á Grænlandi, sem ekki hafi allir verið hrifnir af, en frumkvæði Trumps er að einhverju leyti viðbragð við því. Hins vegar vilji Grænlendingar ekki fara sér óðslega og undanskilji sumt. Þannig sé úranvinnsla bönnuð í landinu.
Áskrifendur geta horft á þáttinn allan hér: