Endurnotkunarmenning ríkir á Íslandi

Góði hirðirinn hefur lengi verið vinsæll á meðal landsmanna en …
Góði hirðirinn hefur lengi verið vinsæll á meðal landsmanna en þar fæst mikið af notuðum vörum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný rann­sókn sýn­ir að end­ur­notk­un á Íslandi var 19,93 kíló á íbúa árið 2023. Dæmi um end­ur­notk­un er þegar notaðar vör­ur eru seld­ar í net­sölu, sölu­torg­um á sam­fé­lags­miðlum, nytja­mörkuðum eða af­hent­ar gef­ins á milli fólks.

Er end­ur­notk­un skil­greind sem hvers kyns aðgerð þar sem vör­ur eða íhlut­ir, sem ekki eru úr­gang­ur, eru notuð í sama til­gangi og þau voru ætluð til í upp­hafi.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un en stofn­un­in gaf út skýrslu í lok árs 2024 með niður­stöðum úr kort­lagn­ingu á end­ur­notk­un á Íslandi árið 2023 og er þetta í fyrsta sinn sem end­ur­notk­un hef­ur verið mæld hér á landi með þess­um skala.

Um­hverf­i­s­vænni kost­ur en kaup á nýj­um vör­um

„Með sí­fellt vax­andi um­svif­um loppu­markaða, sam­fé­lags­miðla og auk­inni um­hverfis­vit­und al­menn­ings á Íslandi hef­ur markaður end­ur­notk­un­ar náð rót­festu á nýliðnum árum. End­ur­notk­un stuðlar að rík­ara hringrás­ar­hag­kerfi á Íslandi. End­ur­notk­un er um­hverf­i­s­vænni og yf­ir­leitt hag­stæðari kost­ur en kaup á nýj­um vör­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Seg­ir þar enn frem­ur að við mæl­ing­ar og út­reikn­inga á end­ur­notk­un hafi verið not­ast við sam­evr­ópska aðferðarfræði. End­ur­notk­un hafi verið mæld fyr­ir vöru­flokk­ana hús­gögn, vefnaðar­vör­ur, raf­tæki, bygg­ing­ar­efni og annað.

Not­ast var við gögn frá þekkt­um gagna­lind­um í bland við hlut­fall milliliðalausr­ar end­ur­notk­un­ar og til að reikna það hlut­fall var send út könn­un til al­menn­ings um end­ur­notk­un á þeirra heim­ili.

Flestir Íslendingar fá notaðar vörur milliliðalaust.
Flest­ir Íslend­ing­ar fá notaðar vör­ur milliliðalaust. Ljós­mynd/​Skjá­skot

Hús­gögn stærst­ur hluti af end­ur­notk­un

Gáfu niður­stöður spurn­inga­könn­un­ar­inn­ar mynd á hlut­fall milliliðalausr­ar end­ur­notk­un­ar fyr­ir hvern vöru­flokk og var hlut­fallið yfir 60% fyr­ir alla vöru­flokka.

„Heild­ar­end­ur­notk­un á Íslandi var 19,93 kg/​mann árið 2023. Hús­gögn var stærst­ur hluti af end­ur­notk­un (40%), næst bygg­ing­ar­efni (29%), raf- og raf­einda­tæki (14%), vefnaðar­vara (3%) og annað (14%), miðað við þyngd,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kem­ur fram að þegar vöru­flokk­arn­ir voru skoðaðir nán­ar mátti sjá að föt voru stærsti hlut­inn af end­ur­notk­un af vefnaðar­vör­um en stór markaður hef­ur mynd­ast á Íslandi fyr­ir end­ur­sölu á föt­um og eru notuð föt oft gef­ins.

Þá var stærst­ur hluti end­ur­notk­un­ar á bygg­ing­ar­efn­um timb­ur.

Húsgögn var stærstur hluti við endurnotkun Íslendinga.
Hús­gögn var stærst­ur hluti við end­ur­notk­un Íslend­inga. Ljós­mynd/​Skjá­skot

End­ur­notk­un­ar­menn­ing rík­ir á Íslandi

„Sú staðreynd að Íslend­ing­ar end­ur­noti um 20 kg/​íbúa af vör­um á ári sýn­ir að hér rík­ir end­ur­notk­un­ar­menn­ing. Stærst­ur hluti end­ur­notk­un­ar fer fram í gegn­um milliliðalausa far­vegi án end­ur­gjalds.

End­ur­notk­un held­ur vör­um leng­ur inni í hringrás­ar­hag­kerf­inu. Við gagna­söfn­un kom í ljós að velta loppu­markaða hef­ur farið stig­vax­andi á und­an­förn­um árum. Miðað við þessa stig­mögn­un má ætla að end­ur­notk­un­ar­markaður­inn á Íslandi muni ein­ung­is styrkj­ast í ná­inni framtíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert