Stjörnvöld voru vöruð við

Guðmundur Ingi var ráðherra umhverfis- og auðlindamála þegar minnisblaðið var …
Guðmundur Ingi var ráðherra umhverfis- og auðlindamála þegar minnisblaðið var sent á ráðuneytið. Samsett mynd/Tölvuteiknuð mynd/Landsvirkjun/mbl.is/Karítas

Árið 2019 varaði Um­hverf­is­stofn­un sér­stak­lega við því að þörf væri á skýr­ari regl­um um heim­ild­ir stofn­un­ar­inn­ar vegna fram­kvæmda sem fela í sér breyt­ing­ar á vatns­hlot­um, eins og til dæm­is í sam­hengi við vatns­afls­virkj­an­ir. Í ljósi niður­stöðu héraðsdóms í gær er ljóst að ekki var farið að ráðum stofn­un­ar­inn­ar.

Í minn­is­blaði sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, sem barst frá Um­hverf­is­stofn­un til um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins árið 2019, kem­ur þetta fram en þáver­andi ráðherra var Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur felldi í gær úr gildi virkj­un­ar­leyfi Hvamms­virkj­un­ar þar sem Um­hverf­is­stofn­un var ekki heim­ilt, að mati dóms­ins, að veita heim­ild fyr­ir breyt­ingu á vatns­hloti – hvorki fyr­ir Hvamms­virkj­un né nokkra aðra vatns­afls­virkj­un.

Dóm­ur­inn sagði Um­hverf­is­stofn­un ekki vera kleift að veita heim­ild til breyt­ing­ar á vatns­hloti fyr­ir bygg­ingu vatns­afls­virkj­ana vegna málsmeðferðar þings­ins við inn­leiðingu Evr­ópu­til­skip­un­ar.

„Kalla á skýr­ari regl­ur“

„Ákvarðanir Um­hverf­is­stofn­un­ar um heim­ild fyr­ir fram­kvæmd­ir sem fela í sér breyt­ing­ar á vatns­hlot­um þannig að um­hverf­is­mark­miðum verði ekki náð kalla á skýr­ari regl­ur um hvernig hlut­verki Um­hverf­is­stofn­un­ar í ákv­arðana­töku­ferl­inu um starfs­leyfi sem hafa áhrif á breyt­ing­ar á vatns­hlot­um skuli háttað.

Um­hverf­is­stofn­un legg­ur til að sett­ar verði regl­ur um leyf­is­veit­ingu Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir slík­um breyt­ing­um og skýr­ar viðmiðun­ar­regl­ur um á hvaða for­send­um slík leyfi væru veitt og hvaða regl­ur gildi um áfrýj­un slíkra ákv­arðana. Einnig þarf að setja regl­ur um tengsl og upp­lýs­inga­gjöf vegna starfs- og fram­kvæmda­leyfa sem falla und­ir valdsvið annarra stofn­anna. Ljóst er að hér er m.a. um að ræða leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir fram­kvæmd­um sem stofn­un­in hef­ur ekki haft leyf­is­veit­ing­ar­vald fyr­ir hingað til.

Þau áhrif sem hér um ræðir geta t.d. verið breyt­ing­ar vegna vatns­afls­virkj­ana, flóðavarna, vega­gerðar eða gerðar sigl­inga­vega,“ seg­ir í minn­is­blaðinu sem barst ráðuneyt­is­stjóra 27. sept­em­ber 2019.

Breyt­ing­ar leyfðar vegna meng­un­ar eða loft­lags­breyt­inga en ekki virkj­ana

Evr­ópu­til­skip­un­in sjálf heim­ilar breyt­ing­ar á vatns­hloti vegna vatns­afls­virkj­ana en eft­ir að hún fór í gegn­um þing­lega meðferð Alþing­is er ekki skýrt að nein­um sé heim­ilt að leyfa breyt­ing­ar á vatns­hloti vegna vatns­afls­virkj­ana.

Héraðsdóm­ur seg­ir að með nefndaráliti um­hverf­is­nefnd­ar um breyt­ing­ar­til­lögu á frum­varp­inu á 139. lög­gjaf­arþingi 2010-2011 hafi nefnd­in sér­stak­lega tekið fram að breyt­ing­ar á vatns­hloti væru aðeins leyfi­leg­ar þegar til­tekn­ir eig­in­leik­ar þess hefðu rask­ast vegna meng­un­ar eða í tengsl­um við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Héraðsdóm­ur met­ur það sem svo að breyt­ing­ar­til­lag­an hafi verið gagn­gert lögð fram í þeim til­gangi að taka af öll tví­mæli um að heim­ild­in í um­ræddu laga­ákvæði skyldi ekki taka til breyt­inga á vatns­hloti vegna beinna áhrifa frá fram­kvæmd­um.

Héraðsdóm­ur viður­kenn­ir að þetta sé ekki mjög skýrt í lög­un­um sjálf­um en að nefndarálitið tali sínu máli.

Hvammsvirkjun átti samkvæmt nýjustu áætlunum að vera ræst siðla árs …
Hvamms­virkj­un átti sam­kvæmt nýj­ustu áætl­un­um að vera ræst siðla árs 2029. Nú er lík­legt að því muni seinka. Tölvu­mynd/​Lands­virkj­un

Minn­is­blaðið sent til að vekja at­hygli ráðuneyt­is­ins

„Með minn­is­blaði þessu vill Um­hverf­is­stofn­un vekja at­hygli ráðuneyt­is­ins á því að kveða þurfi skýr­ar á um leyf­is­veit­ing­ar­ferla og ákv­arðana­töku vegna fram­kvæmda sem hafa það í för með sér að um­hverf­is­mark­mið fyr­ir vatns­hlot nást ekki,“ seg­ir í minn­is­blaðinu sem held­ur áfram:

„Þetta á við t.d þegar um er að ræða nýja fram­kvæmd sem myndi leiða til breyt­inga á vatns­gæðum og á vatns­form­fræðileg­um eig­in­leik­um yf­ir­borðsvatns­hlots, svo sem breyt­ing á hæð grunn­vatns­hlots eða ný sjálf­bær um­svif eða breyt­ing­ar sem hefðu í för með sér að yf­ir­borðsvatns­hlot færi úr mjög góðu ástandi yfir í gott ástand eða úr góðu ástandi yfir í slæmt.“

Lagði til að ráðuneytið myndi út­færa ákvæðið nán­ar

Fyrsta vatna­áætl­un Íslands tók gildi árið 2022 og þar með virkjaðist máls­grein­in í frum­varp­inu sem var byggð á til­skip­un­inni.

Um­hverf­is­stofn­un lagði til í minn­is­blaðinu að ráðuneytið myndi fara í vinnu við nán­ari út­færslu ákvæðis­ins með reglu­gerð og að stofnaður yrði hóp­ur sem ynni slíka vinnu. Útfærðar yrðu þær kríterí­ur sem lagðar yrðu til grund­vall­ar um hvaða fram­kvæmd­ir kæmi til greina að heim­ila.

„Um­hverf­is­stofn­un bend­ir á að ekki er að finna skýra reglu­gerðar­heim­ild í lög­un­um og því þyrfti að gera laga­breyt­ingu til að hægt sé að fara í þá vinnu sem Um­hverf­is­stofn­un legg­ur hér til,“ seg­ir í minn­is­blaðinu frá ár­inu 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert