Þrír eru grunaðir um líkamsárás en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna slagsmála í gærkvöld. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 40 mál bókuð í kerfum lögreglu eru fangageymslur tómar nú í morgunsárið.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna og reyndist annar einnig með fíkniefni í fórum sínum. Þeir voru báðir látnir lausir eftir hefðbundið ferli. Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur sviptur ökuréttindum. Tekin var skýrsla af viðkomandi.
Þá var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í tveimur verslunum og voru málin leyst á vettvangi.