„Þetta hefur aldrei tekist áður í heiminum“ – þjarkar bylta hjartadæluígræðslu

Skammt hefur verið stórra högga á milli á King Faisal-háskólasjúkrahúsinu …
Skammt hefur verið stórra högga á milli á King Faisal-háskólasjúkrahúsinu í Sádi-Arabíu þar sem Björn Zoëga gegnir stöðu aðstoðarforstjóra. Hóf hjartaskurðteymi hans árið með fyrstu hjartadæluígræðslu í heimi með fulltingi þjarka en ekki er lengra síðan í fyrra að hjarta var fyrst grætt í mann með því verklagi og einnig lifur. mbl.is/Árni Sæberg

„Teymið okk­ar hér á hjartask­urðdeild­inni er búið að vera í sér­stöðu með að nota aðgerðaþjarka, eða vél­menni, til að hjálpa sér við að gera flókn­ar aðgerðir á hjarta,“ seg­ir Björn Zoëga, aðstoðarfor­stjóri King Faisal-há­skóla­sjúkra­húss­ins í Sádi-Ar­ab­íu, í sam­tali við mbl.is, spurður út í hjartask­urðaðgerð þar á sjúkra­hús­inu í síðustu viku sem var sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar í heimi sem þjark­ar komu að.

Gekk aðgerðin út á að koma vél­rænni dælu fyr­ir við hjartað sem er bráðabirgðaráðstöf­un fyr­ir sjúk­linga með al­var­lega hjarta­bil­un sem bíða eft­ir nýju hjarta og er hætt við að lifi biðina ekki af. Dæl­ur þess­ar tæma blóð úr slegli og dæla því áfram gegn­um græðling sem saumaður er á ósæðina. Af­köst þeirra eru um­tals­verð, marg­ir lítr­ar á mín­útu, og geta dæl­urn­ar tekið al­veg yfir blóðflæðið, jafn­vel við um­tals­verða áreynslu, en hjarta meðal­manns dæl­ir fimm lítr­um á mín­útu.

Olli þjarka­notk­un hjartask­urðteym­is­ins vatna­skil­um á King Faisal-sjúkra­hús­inu eins og Björn út­skýr­ir.

„Þetta varð til þess – eft­ir að við end­ur­skipu­lögðum okk­ar aðgerðir í ág­úst í fyrra og hvernig við ætluðum að fram­kvæma þær – að við gát­um fram­kvæmt fyrstu aðgerð í heimi þar sem við skipt­um um hjarta með aðgerðaþjarka, það hafði aldrei verið gert áður í heim­in­um,“ seg­ir Björn frá.

Sex­tíu dag­ar verða tíu

Þessi fyrsta aðgerð gekk mjög vel og seg­ir Björn að hjartaskiptaaðgerðum með fulltingi þjarka hafi því verið haldið áfram. Snemma á þessu ári var svo komið að fyrstu aðgerðinni sem sneri að því að koma fram­an­greindri dælu fyr­ir og fer aðstoðarfor­stjór­inn ekki í graf­göt­ur með að notk­un þjark­ans hafi haft veru­leg­ar breyt­ing­ar í för með sér á heild­ar­ferl­inu – ekki síst hvað vel­ferð sjúk­lings­ins snerti.

Dæla, sem styður starfsemi hjartans og getur jafnvel tekið alveg …
Dæla, sem styður starf­semi hjart­ans og get­ur jafn­vel tekið al­veg yfir blóðflæðið, var í fyrsta sinn grædd í sjúk­ling á King Faisal-há­skóla­sjúkra­hús­inu í síðustu viku. Björn kveður margt í burðarliðnum og þró­un­ina í vís­ind­un­um mjög öra. Ljós­mynd/​King Faisal-há­skóla­sjúkra­húsið

„Sjúk­ling­ur­inn, sem venju­lega hefði legið jafn­vel sex­tíu daga á gjör­gæslu­deild eft­ir svona aðgerð, var kom­inn heim til sín eft­ir tíu daga því það er svo mikið minna gat sem er gert á brjóst­kass­ann,“ seg­ir Björn og út­skýr­ir með því að þjark­ar þurfi mun minna rými til að at­hafna sig við skurðaðgerðir en manns­hönd­in.

„Þetta var 35 ára gam­all maður sem er að bíða eft­ir hjarta og með þess­ari pumpu get­ur hann lifað svona nokkuð eðli­legu lífi á meðan hann bíður,“ seg­ir Björn, „hann út­skrifaðist bara heim á næstu dög­um því þetta er svo mikið mikið minna inn­grip þegar vél­menni er notað, það er bara allt annað,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Ekki marg­ar svo­leiðis í boði

Allsnúið hafi verið að fram­kvæma hjarta­dæluígræðslurn­ar áður, en með tækni, sem skurðlækn­ar King Faisal-sjúkra­húss­ins hafa nú að sögn Björns fengið einka­leyfi á, hafi aðgerðin nú við upp­haf nýs árs tek­ist. „Þetta hef­ur aldrei tek­ist áður í heim­in­um og það er það sem er merki­legt við þetta, það er ekk­ert oft sem maður nær að gera aðgerðir sem skipta svona miklu máli í fyrsta skipti. Það eru ekk­ert marg­ar svo­leiðis í boði,“ seg­ir aðstoðarfor­stjór­inn í Sádi-Ar­ab­íu og fær illa dulið gleði sína yfir fram­förun­um.

Kveðst hann von­ast til þess að hjartask­urðteymi sjúkra­húss hans nái að halda áfram á sömu braut. „Mér sýn­ist ým­is­legt vera í burðarliðnum sem get­ur hjálpað okk­ur með þetta, spít­al­inn sem ég er með hérna er í fremstu röð í heim­in­um í alls kon­ar notk­un á aðgerðaþjörk­um, við vor­um til dæm­is fyrst í heim­in­um til að nota aðgerðaþjarka til að græða lif­ur í mann, það var síðasta vor, þannig að við erum mjög sterk í þessu og þessi þróun er mjög ör alls staðar,“ seg­ir Björn stolt­ur.

Hvernig geng­ur það yf­ir­leitt fyr­ir sig að út­vega hjörtu fyr­ir sjúk­linga sem bíða? Þarf jafn­vel að flytja hjörtu um all­an heim?

„Yf­ir­leitt er miðað við ákveðin svæði, hjartað lif­ir ekki af ef það þarf að ferðast um all­an heim,“ svar­ar lækn­ir­inn. „Hér hjá okk­ur er sam­starf milli ríkja á Flóa­svæðinu,“ held­ur hann áfram og á við Persa­flóa­svæðið. Þegar hjarta „kem­ur upp“ eft­ir slys, sem hann seg­ir enn þá býsna al­geng á svæðinu, þurfi hlut­irn­ir að ganga fum­laust og hjartask­urðteymi að vera til reiðu hvenær sem er sól­ar­hrings­ins. Björn er spurður út í samþykki og líf­færa­gjafa­fyr­ir­komu­lag á hans svæði

Háar siðferðileg­ar kröf­ur

„Í sam­bandi við líf­færaígræðslur erum við hluti af alþjóðasam­tök­um sem setja mjög háar siðferðileg­ar kröf­ur um samþykki og fara eft­ir alþjóðalög­um um slík­ar ígræðslur,“ svar­ar hann og er því næst spurður um það sem áður var al­gengt vanda­mál við ígræðslu stórra, þýðing­ar­mik­illa – eða hvort tveggja – líf­færa, að lík­ami líf­færaþeg­ans hafni ígrædda líf­fær­inu. Fá ný hjörtu gjarn­an höfn­un viðtak­and­ans?

Byggingar King Faisal-háskólasjúkrahússins í Riyadh í Sádi-Arabíu, en sjúkrahúsið hefur …
Bygg­ing­ar King Faisal-há­skóla­sjúkra­húss­ins í Riya­dh í Sádi-Ar­ab­íu, en sjúkra­húsið hef­ur einnig aðstöðu í Jeddah og Madinah þar í landi. Ljós­mynd/​Saudipedia

„Það eru al­veg sömu meg­in­regl­urn­ar sem gilda hvort sem um er að ræða hjarta, lif­ur, blóðmerg eða nýru í sam­bandi við hvort lík­am­inn hafni, en nú eru bara kom­in svo mörg góð lyf og marg­ar góðar leiðir til þess að láta líf­fær­in virka svo nú orðið eru það jafn­vel inn­an við tíu pró­sent sem hafna, sem áður var kannski helm­ing­ur,“ svar­ar Björn og seg­ir hafa gengið ótrú­lega vel að glíma við höfn­un líf­færa nú í seinni tíð.

Er hjarta úr sög­unni þegar lík­ami þeg­ans hafn­ar því eða mætti reyna að græða það í næsta sjúk­ling á biðlista?

„Nei, það er of seint. Þá er ákveðið eyðing­ar­ferli komið í gang og bólg­ur sem eyðileggja hjartað og þá er ekk­ert við því að gera,“ svar­ar Björn Zoëga, aðstoðarfor­stjóri King Faisal-há­skóla­sjúkra­húss­ins, að lok­um, eft­ir að hafa gert nokkra grein fyr­ir straum­um og stefn­um lækna­vís­ind­anna í hjarta Mið-Aust­ur­landa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert