Ekki ljóst hver kostnaður verður

Framkvæmdir standa nú yfir á þakinu á Brákarborg. Hætt hefur …
Framkvæmdir standa nú yfir á þakinu á Brákarborg. Hætt hefur verið við að setja torf aftur á þakið, en það var fjarlægt síðasta sumar. Morgunblaðið/Eggert

„Framkvæmdir við Brákarborg ganga nokkuð vel,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, en gert hafði verið ráð fyrir að breytingar á húsnæðinu myndu taka a.m.k. sex mánuði.

Búið er að setja upp vinnupalla og auk vinnu við þakið hefur vinna hafist innanhúss við að undirbúa nýja burðarveggi á 1. hæð og í kjallara. Þá eru einnig framkvæmdir við hliðrun á lagnakerfum í veggjum hafnar.

Brákarborg flutti á Kleppsveg 150-152 í lok sumars 2022, en í húsnæðinu var áður kynlífstækjaverslunin Adam og Eva. Kostnaður við breytingar á húsnæðinu var þá tæplega 1,3 milljarðar króna. „Í lok síðasta sumars var allt torf tekið af þakinu og frekari vinna við þakið farin af stað. Ásteypulag sem sett var á við endurgerð hússins verður fjarlægt og byggt svokallað viðsnúið þak. Torf verður ekki sett á þakið að nýju,“ segir Hjördís, en verkfræðistofan Verkís og VSÓ Ráðgjöf tóku út burðarþol þaksins og í ljós kom að það stóðst ekki ýtrustu staðla. VSÓ Ráðgjöf sér um eftirlit og ráðgjöf verksins.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert