Framkvæmdir hafnar við Fossvogsbrú

Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú og þar með að fyrsta áfanga …
Fyrsta skóflustungan að Fossvogsbrú og þar með að fyrsta áfanga borgarlínu hefur verið tekin. mbl.is/Karítas

Fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú eru hafn­ar en fyrsta skóflu­stung­an var tek­in í dag. Brú­in er fyrsta fram­kvæmd­in í borg­ar­línu­verk­efn­inu.

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðherra, Bergþóra Þor­kels­dótt­ir vega­mála­stjóri, Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, voru mætt á at­höfn­ina í dag og tóku öll skóflu­stung­ur.

Áætlað er að brúin verði tilbúin um mitt ár 2028.
Áætlað er að brú­in verði til­bú­in um mitt ár 2028. mbl.is/​Karítas

Stór dag­ur

Í ræðu sagði vega­mála­stjóri að um stór­an dag væri að ræða. Aðdrag­and­inn að fram­kvæmd­inni hafi verið lang­ur en fyrstu hug­mynd­ir um brúna hefðu verið sett­ar á blað árið 2013.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir brúnna vera ákveðið tákn um …
Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, seg­ir brúnna vera ákveðið tákn um þá brú sem hef­ur verið byggð á milli sveit­ar­fé­lag­ana um sam­eig­in­lega sam­göngu­stefnu. mbl.is/​Karítas

„Það er viðeig­andi að fyrsta verk­efnið í borg­ar­línu­verk­efn­inu sé brú af því að hún er kannski svona ákveðið tákn um þessa brú sem að hef­ur verið byggð á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu um sam­eig­in­lega sam­göngu­stefnu,“ sagði Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri í sinni ræðu.

mbl.is/​Karítas

Foss­vogs­brú­in er hluti af Sam­göngusátt­mál­an­um og er fyrsta stóra fram­kvæmd­in í borg­ar­línu­verk­efn­inu. Brú­in teng­ir sam­an vest­ur­hluta Kópa­vogs og Reykja­vík. Áætluð verklok eru 1. nóv­em­ber 2026 fyr­ir þenn­an hluta verks­ins en gert er ráð fyr­ir að Foss­vogs­brú verði til­bú­in um mitt ár 2028

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert