Kærunefnd á eftir áætlun

Kærumálum hefur fjölgað verulega undanfarin ár.
Kærumálum hefur fjölgað verulega undanfarin ár. Morgunblaðið/Arnþór

„Svörin sem ég fæ er að málið verði afgreitt í þessum mánuði eða þeim næsta og svo gerist aldrei neitt. Nú er kominn miður janúar,“ segir Erna Guðmundsdóttir lögmaður í samtali við Morgunblaðið, en hún rekur fyrir kærunefnd jafnréttismála mál dr. Aldísar G. Sigurðardóttur sem lýtur að skipun karls í embætti ríkissáttasemjara, en þar var Aldís meðal umsækjenda.

Segir Erna að gagnaöflun í málinu hafi lokið í byrjun apríl í fyrra, en kveðið sé skýrt á um í lögum að þegar henni er lokið hafi kærunefndin tvo mánuði til að kveða upp úrskurð sinn. Úrskurð hefði þ.a.l. átt að kveða upp um miðjan júní, en ekkert bóli á honum enn, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Miklu skipti fyrir umbjóðanda sinn að fá niðurstöðu í málið.

Hún vekur athygli á því að fyrst hafi þessi málaflokkur verið hjá forsætisráðuneytinu og hafði verið fluttur þangað til að gefa jafnréttismálum meira vægi. Síðan hafi þessi mál verið færð yfir til félagsmálaráðuneytisins og þaðan til úrskurðarnefndar velferðarmála, án þess þó að heyra beint þar undir.

„Mér finnst mjög sérstakt að ekki skulu búið betur að svona mikilvægri nefnd,“ segir hún og vísar þar til þess að ekki sé búið að kveða upp úrskurðinn sem átt hefði að gera um miðjan júní 2024, en nú sá kominn miður janúar 2025. Segir hún að stjórnvöld þurfi að búa betur að kærunefnd jafnréttismála.

„Þarna er verið að brjóta málshraðareglu stjórnsýslulaga sem er brot á lögum og einnig er verið að brjóta verulega á rétti míns skjólstæðings til að fá úrlausn sinna mála,“ segir Erna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert