Neskirkjuprestur á förum

Steinunn Arnþr. Björnsdóttir
Steinunn Arnþr. Björnsdóttir

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir – Adda Steina – prestur við Neskirkju í Reykjavík, lætur í júnílok í sumar af því starfi, sem hún hefur gegnt síðastliðin níu ár.

Þórir Guðmundsson eiginmaður hennar, þekktur fyrir störf við fjölmiðla og hjálparstörf, fer til verkefna í Bandaríkjunum á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins og ætla þau hjón þá að flytja vestur um haf.

„Þetta hefur verið góður tími hér í Vesturbænum, sem ég hef raunar alla tíð haft sterk tengsl við þótt ég sé alin upp annars staðar. Leiðin hefur oft legið hingað. Aðstaðan hér í kirkjunni er með ágætum, samstarfsfólkið frábært og safnaðarstarfið mjög lifandi. Og nú er áhugavert að róa á ný mið,“ segir Adda Steina í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert