Bæirnir hugsanlega innlyksa næstu daga

Ölfusá
Ölfusá mbl.is/Óttar

Rennslið í Ölfusá er á niðurleið og hefur lækkað um 20 sentímetra frá því fyrr í dag. Enn eru þó bæir innlyksa frá því í gær vegna vatnsins sem hefur flætt yfir bakka árinnar. 

„Þetta er á niðurleið,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og bætir við að vatnshæðin sé hægt og rólega á niðurleið.

Enn þá mikið eftir

„Bæði rennsli og vatnshæðin hafa farið minnkandi síðdegis og í kvöld. Svo það er allavega gott. En það er enn þá mikið eftir.“

Telur hann þó líklegt að flóðið verði áfram eitthvað næstu daga.

„En nú er að kólna þannig það bætir allavega ekki í meira vatn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert