„Þetta verður gerbylting“

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs og Einar Þorsteinsson borgarstjóri ásamt Eyjólfi …
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs og Einar Þorsteinsson borgarstjóri ásamt Eyjólfi Ármannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við athöfnina í dag. mbl.is/Karítas

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri seg­ir Foss­vogs­brúna vera ger­bylt­ingu fyr­ir um­ferð á milli Reykja­vík­ur og Kópa­vogs og að hún muni létta á um­ferðarálagi á Hafn­ar­fjarðar­vegi og Kringlu­mýr­ar­braut. Gert er ráð fyr­ir að 10.000 manns muni not­ast við brúna dag­lega þegar hún verður tek­in í notk­un. 

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, seg­ir það mikið hags­muna­mál fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið að brú­in sé að verða að veru­leika.

Fram­kvæmd­ir hóf­ust form­lega á Foss­vogs­brúnni í há­deg­inu. Bygg­ing brú­ar­inn­ar er fyrsta fram­kvæmd­in í borg­ar­línu­verk­efn­inu.

Fyrsti stóri áfang­inn

„Það er bara frá­bært að fram­kvæmd­ir séu hafn­ar. Þetta er fyrsti stóri áfang­inn sem við sjá­um fara af stað í borg­ar­línu­verk­efn­inu sem er hluti af stóra sam­göngusátt­mál­an­um, seg­ir Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur.

Hann seg­ir að mik­ill fram­gang­ur hafi orðið á lagn­ingu stofn­vega og hjóla­stíga sem og ýms­um öðrum aðgerðum og und­ir­bún­ingi fyr­ir borg­ar­lín­una. 

Einar segir að brúnni muni fylgja gerbylting.
Ein­ar seg­ir að brúnni muni fylgja ger­bylt­ing. mbl.is/​Karítas

Gera ráð fyr­ir 10.000 manns á dag

„En nú erum við að sjá þetta fara af stað. Brú­in teng­ir hérna þessi tvö sveit­ar­fé­lög sam­an.“

Seg­ir Ein­ar að áform séu um að 10.000 manns muni nota brúna þegar hún verður tek­in í notk­un.

„Þannig að þetta verður ger­bylt­ing og létt­ir álag­inu af um­ferðinni á Hafn­ar­fjarðar­veg­in­um og á Kringlu­mýr­ar­braut­inni.“

Besta leiðin til þess að stytta ferðatíma

„Von­andi geng­ur þetta vel. Það hef­ur tekið lang­an tíma að und­ir­búa þetta verk­efni og við sjá­um það í grein­ing­un­um á því hvaða verk­efni skila okk­ur mest­um ár­angri í því að bæta flæði um­ferðar,“ seg­ir borg­ar­stjór­inn og held­ur áfram:

„Þá eru það þau verk­efni sem snúa að al­menn­ings­sam­göng­un­um, að koma fleir­um inn í strætó, borg­ar­línu, sem er skil­virk og veit­ir góða þjón­ustu með auk­inni tíðni og betri aðstöðu og það er besta leiðin til þess að stytta ferðatím­ann. Fyr­ir alla, líka þá sem keyra á bíl­un­um.“

Seg­ir Ein­ar að það sé því mik­il­vægt að áfang­inn sé að hefjast núna.

„Af því að hann gagn­ast öll­um. Bæði þeim sem taka strætó og þeim sem keyra sína fjöl­skyldu­bíla.“

Kátt var yfir fólki við athöfnina í dag.
Kátt var yfir fólki við at­höfn­ina í dag. mbl.is/​Karítas

Gríðarlega stór áfangi 

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, seg­ir til­finn­ing­una fyr­ir verk­efn­inu vera mjög góða og er ánægð með að fram­kvæmd­ir á brúnni séu loks­ins hafn­ar.

Hún seg­ir brúna vera gíf­ur­lega bú­bót fyr­ir íbúa Kópa­vogs og í raun alla höfuðborg­ar­búa.

„Hér erum við að byggja brú og tengja Kópa­vog og Reykja­vík sam­an og áform eru að gera ráð fyr­ir því að allt að 10.000 manns muni dag­lega ferðast um þessa brú, hvort sem þeir eru gang­andi, hjólandi eða með borg­ar­lín­unni. Þannig þetta er auðvitað gríðarlega stór áfangi og frá­bært að við séum kom­in á þenn­an stað.“

Ásdís segir það mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarsvæðið að brúin sé …
Ásdís seg­ir það mikið hags­muna­mál fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið að brú­in sé að verða að veru­leika. mbl.is/​Karítas

Búin að bíða í fjölda­mörg ár

Hún seg­ir verk­efnið hafa verið í rúm­lega ára­tug í skipu­lagi, bæði í svæðis­skipu­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins og í skipu­lagi hjá Kópa­vogs­bæ.

„Þannig við erum auðvitað búin að vera að bíða eft­ir þessu í fjölda­mörg ár og nú loks­ins erum við kom­in á þenn­an stað.“

Mikið hags­muna­mál fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið

Varðandi næstu skref seg­ir Ásdís að næst taki við að klára deili­skipu­lags­vinnu sem snúi að legu borg­ar­lín­unn­ar sem muni liggja um Kárs­nesið.

„Við vor­um með góðan kynn­ing­ar­fund núna í vik­unni sem var mjög fjöl­menn­ur og vel sótt­ur þar sem við vor­um að kynna svona fyrstu drög að ramma­hlut­an­um. Þannig nú er bara að klára skipu­lags­vinn­una þannig að við get­um haldið áfram með verk­efnið.“

„Þetta er stór áfangi og mikið hags­muna­mál fyr­ir allt höfuðborg­ar­svæðið að við séum kom­in á þenn­an stað að brú­in sé að verða að veru­leika,“ bæt­ir bæj­ar­stjór­inn við að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka