Undirbúa vatnsaflsvirkjun á Austurlandi

Grafík/mbl.is

Geit­dalsá verður stífluð í far­vegi sín­um og vatni veitt í sjö kíló­metra langri pípu að stöðvar­hús­inu. Síðan mun allt vatn sem fer í gegn­um stöðvar­húsið skila sér aft­ur í ána ör­lítið neðar,“ seg­ir Skírn­ir Sig­ur­björns­son, fram­kvæmda­stjóri Arctic Hydro hf. sem er eig­andi Geit­dals­ár­virkj­un­ar ehf., fram­kvæmd­araðila nýrr­ar virkj­un­ar í Geit­dalsá í Múlaþingi.

Skírn­ir seg­ir upp­sett afl virkj­un­ar­inn­ar verða 9,9 MW og orku­getu um 56 GWst á ári. Fall­hæðin verði 250 metr­ar og lón­hæð á bil­inu 445-457 m.y.s. Flat­ar­mál uppistöðulóns­ins sem kallað er Hest­eyr­ar­lón verður 36 hekt­ar­ar við hæsta vatns­borð og 10 hekt­ar­ar við lægsta vatns­borð.

Skírnir Sigurbjörnsson,
Skírn­ir Sig­ur­björns­son,

Sjö kíló­metra fall­pípa

„Gert er ráð fyr­ir að allt efni í stífl­una verði hægt að vinna úr nám­um í ná­grenn­inu. Fall­píp­an, sem flyt­ur vatnið frá inntak­slóni að stöðvar­húsi, verður niðurgraf­in plast­trefja­pípa, tæp­lega 7 kíló­metra löng.“

Í um­hverf­is­mats­skýrsl­unni sem Cowi vann fyr­ir fram­kvæmd­araðila kem­ur fram að þver­mál vatns­píp­unn­ar verði á bil­inu 1,5-1,7 metr­ar. Stöðvar­húsið verður of­anj­arðar, á einni hæð.

Und­ir og frá stöðvar­hús­inu verður 20 metra lang­ur niðurgraf­inn og steypt­ur frá­rennslis­stokk­ur, sem veit­ir vatn­inu frá hverfl­in­um út í 55 metra frá­rennslis­skurð, niður í Geit­dalsá.

Staðsetn­ing virkj­un­ar­inn­ar

Skriðdal­ur ligg­ur til suðurs úr Fljóts­dal. Innst í daln­um skipt­ir fjallið Þing­múli Skriðdal upp í tvo dali. Sá aust­ari er Suður­dal­ur, en þjóðveg­ur­inn upp á Öxi ligg­ur um þann dal. Vest­ari dal­ur­inn er Norður­dal­ur og Geit­dal­ur þar inn­ar­lega. Um dal­inn renn­ur sam­nefnd á þar sem virkj­un­in er áformuð.

Geit­dalsá er dragá sem á upp­tök sín á há­lend­inu. Meg­in­inn­rennslið er úr Leiru­dalsá og við ár­mót Leiru­dals­ár og Geit­dals­ár renn­ur sú síðar­nefnda til norðurs niður Geit­dal, þaðan niður Norður­dal og sam­ein­ast svo Múlaá í Skriðdal. Sam­an mynda þess­ar ár Grímsá, sem renn­ur út í Lag­ar­fljót rúm­um 6 kíló­metr­um frá Eg­ils­stöðum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 16. janú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert