Von á talsverðu hríðarveðri: Vegir munu teppast

Úrkomuspáin á landinu kl. 3 í nótt.
Úrkomuspáin á landinu kl. 3 í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Í nótt og fyrramálið er spáð talsverðu hríðarveðri á Austur- og Norðausturlandi eftir að þjónustu vega lýkur. Vegir munu teppast og ófærð sennilega verða nokkuð víða í fyrramálið frá Öræfum að telja, austur og norður úr, í Mývatnssveit og á Tjörnes.

Þetta segir í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að spáð sé vaxandi austan- og norðaustanátt síðdegis, 13-20 m/s í nótt og víða snjókomu, en stormur verður um tíma syðst á landinu.

Snjókoma verður með köflum á morgun og dregur úr vindi fyrir austan. Verður vægt frost, en sums staðar frostlaust sunnan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert